Vilja endurbyggja gamlan sjómannaspítala sem hótel 27. febrúar 2010 04:00 Eins og sjá má er húsið illa farið eftir áratuga niðurníðslu. Ótrúlegt en satt má nýta töluvert af húsviðunum. Eyjan Skrúður í baksýn. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð, í samstarfi við Minjavernd og fleiri aðila, hafa í hyggju að flytja rúmlega aldargamlan franskan sjómannaspítala frá Hafnarnesi og endurbyggja húsið á upprunalegum byggingarstað þess á Fáskrúðsfirði. Uppi eru hugmyndir um að tengja húsið við gamla læknabústaðinn á staðnum og starfrækja þar lúxushótel, veitingahús og miðstöð ferðaþjónustu á svæðinu. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að viljayfirlýsing um endurgerð spítalans hafi verið undirrituð í fyrra á Íslandshátíð í Graveline í Frakklandi, sem er vinabær Fáskrúðsfjarðar. Minjavernd ber ábyrgð á framkvæmdinni í nánu samstarfi við sveitarfélagið en Alliance Francaise hefur milligöngu um samskipti við franskt stjórnkerfi. „Við sjáum áhuga í Frakklandi á að veita fjárstuðning til verksins sem gæti numið allt að helmingi af kostnaði. Gangi það eftir mun Minjavernd standa undir því sem út af stendur.“ Þorsteinn segir það hafa komið skemmtilega á óvart hvað Frakkar sýni verkefninu mikinn áhuga. „Áhugi þeirra á þessari sögu er gríðarlegur sem sést á Íslandshátíðum í gömlu sjómannaþorpunum, eins og Graveline. Haldið verður upp á 25 ára afmæli vinabæjatengsla Fáskrúðsfjarðar og Graveline árið 2012 og vonir standa til að þá verði verkefnið komið vel á veg.“ Spítalahúsið er í mikilli niðurníðslu og margir hafa talið að of seint sé að gera húsið upp. Þorsteinn segir að svo sé ekki og engir meinbugir á því að nýta hluta af viðum hússins. Jóhann Eðvald Benediktsson, mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar, segir að uppbygging spítalans á upprunalegum stað geti orðið mikil lyftistöng fyrir Fáskrúðsfjörð og Fjarðabyggð í heild sinni. „Eins og verkefnið er lagt upp fæst glæsileg götumynd með miklum möguleikum. Þá horfi ég bæði til mannlífs á staðnum og tækifæra í ferðaþjónustu.“ Sveitarfélagið kemur ekki að verkefninu með beinu fjárframlagi heldur leggur til lóðina, og gamla læknisbússtaðinn sem er í eigu sveitarfélagsins. Að því er stefnt að fjármögnun verksins verði tryggð fyrir 1. október 2010. Heildarkostnaður við flutning og endurgerð hússins er áætlaður um 245 milljónir króna. svavar@frettabladid.is Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð, í samstarfi við Minjavernd og fleiri aðila, hafa í hyggju að flytja rúmlega aldargamlan franskan sjómannaspítala frá Hafnarnesi og endurbyggja húsið á upprunalegum byggingarstað þess á Fáskrúðsfirði. Uppi eru hugmyndir um að tengja húsið við gamla læknabústaðinn á staðnum og starfrækja þar lúxushótel, veitingahús og miðstöð ferðaþjónustu á svæðinu. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að viljayfirlýsing um endurgerð spítalans hafi verið undirrituð í fyrra á Íslandshátíð í Graveline í Frakklandi, sem er vinabær Fáskrúðsfjarðar. Minjavernd ber ábyrgð á framkvæmdinni í nánu samstarfi við sveitarfélagið en Alliance Francaise hefur milligöngu um samskipti við franskt stjórnkerfi. „Við sjáum áhuga í Frakklandi á að veita fjárstuðning til verksins sem gæti numið allt að helmingi af kostnaði. Gangi það eftir mun Minjavernd standa undir því sem út af stendur.“ Þorsteinn segir það hafa komið skemmtilega á óvart hvað Frakkar sýni verkefninu mikinn áhuga. „Áhugi þeirra á þessari sögu er gríðarlegur sem sést á Íslandshátíðum í gömlu sjómannaþorpunum, eins og Graveline. Haldið verður upp á 25 ára afmæli vinabæjatengsla Fáskrúðsfjarðar og Graveline árið 2012 og vonir standa til að þá verði verkefnið komið vel á veg.“ Spítalahúsið er í mikilli niðurníðslu og margir hafa talið að of seint sé að gera húsið upp. Þorsteinn segir að svo sé ekki og engir meinbugir á því að nýta hluta af viðum hússins. Jóhann Eðvald Benediktsson, mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar, segir að uppbygging spítalans á upprunalegum stað geti orðið mikil lyftistöng fyrir Fáskrúðsfjörð og Fjarðabyggð í heild sinni. „Eins og verkefnið er lagt upp fæst glæsileg götumynd með miklum möguleikum. Þá horfi ég bæði til mannlífs á staðnum og tækifæra í ferðaþjónustu.“ Sveitarfélagið kemur ekki að verkefninu með beinu fjárframlagi heldur leggur til lóðina, og gamla læknisbússtaðinn sem er í eigu sveitarfélagsins. Að því er stefnt að fjármögnun verksins verði tryggð fyrir 1. október 2010. Heildarkostnaður við flutning og endurgerð hússins er áætlaður um 245 milljónir króna. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira