Breytt afstaða til fólksbílsins 27. febrúar 2010 07:00 Terry Moore segir Reykjavík minna um margt á bandarískar borgir, nema að hér séu fjarlægðir mjög litlar á bandarískan mælikvarða. Fréttablaðið/Valli Samgöngur eru lykilatriði í borgum, segir Terry Moore sem rannsakað hefur samband samgangna og landnýtingar. Eins og hann bendir á, og er kannski augljóst, er það eitt fyrsta sem huga þarf að er nýtt hverfi er byggt, hvernig komast eigi þangað. Hvar hverfið er sett niður og hvernig það er tengt við aðra hluta byggðar hefur afgerandi áhrif á hvernig fólk kýs að komast á milli staða. „Það er ekki bara hægt að ákveða að þétta byggð með því sjónarmiði að draga úr bílanotkun, það verður líka að bjóða íbúum upp á leiðir til þess, hafa hjólastíga, góðar gangstéttir, almenningssamgöngur.“ Terry bendir á að vegna þess að mjög margar borgir í Bandaríkjunum byggðust upp þegar einkabíllinn var kominn til sögunnar þá tekur skipulag þeirra mjög mikið mið af bílum. Byggðin er dreifð og vegir breiðir og hentugir undir mikla umferð. „En það er ekki hægt að breikka vegi endalaust,“ segir Terry sem segir viðhorfsbreytingu hafa átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Fólk kalli nú í auknum mæli eftir þéttari byggð og almenningssamgöngum. Þar vegi umhverfissjónarmið þungt, fólk hafi áhyggjur af mengun af völdum einkabíla, ýmis önnur sjónarmið eins og tími sem fer í að komast til vinnu eru einnig uppi. „Þetta er líka spurning um hvernig lífsstíl fólk vill lifa. Vill það hafa alla þjónustu í göngufæri, eða vill það búa í íbúðahverfi?“ Terry segir stjórnvöld leika lykilhlutverk í að breyta samgönguvenjum, boð og bönn dugi þó skammt. „Það er ekki hægt að banna fólki að ferðast í bíl, en það er hægt að búa til hvata með því að setja á umferðartakmarkanir í miðborgum, með því að setja skatta á bíla og svo framvegis.“ Reykjavík minnir um margt á bandarískar borgir og segir Moore, sem kom til landsins í fyrsta sinn á fimmtudag, það greinilegt að hér væru að sumu leyti svipaðar aðstæður. „Vandamálin eru hins vegar alltaf afstæð. Hér er rætt um að Reykjavík sé of dreifð, en ég var þó ekki nema einn og hálfan tíma frá flugvellinum [Leifsstöð] að hótelinu, þrátt fyrir slæma færð. Það er svipaður tími og margir Bandaríkjamenn verja í ferðalög til vinnu á hverjum degi.“ Moore bendir einnig á að Reykjavík sé umhverfisvæn á margan hátt og bara það að hús séu hituð með endurnýjanlegri orku sé aðdáunarvert. Hann segir hins vegar mjög skiljanlegt að hér sé umræða um þéttingu byggðar og hvernig megi draga úr mengum af völdum bíla. Hafi fólk áhuga á því þá þurfi að vera raunverulegur valkostur fyrir hendi, fólk taki ekki almenningssamgöngur fram yfir bíla nema þær séu mjög góðar. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Samgöngur eru lykilatriði í borgum, segir Terry Moore sem rannsakað hefur samband samgangna og landnýtingar. Eins og hann bendir á, og er kannski augljóst, er það eitt fyrsta sem huga þarf að er nýtt hverfi er byggt, hvernig komast eigi þangað. Hvar hverfið er sett niður og hvernig það er tengt við aðra hluta byggðar hefur afgerandi áhrif á hvernig fólk kýs að komast á milli staða. „Það er ekki bara hægt að ákveða að þétta byggð með því sjónarmiði að draga úr bílanotkun, það verður líka að bjóða íbúum upp á leiðir til þess, hafa hjólastíga, góðar gangstéttir, almenningssamgöngur.“ Terry bendir á að vegna þess að mjög margar borgir í Bandaríkjunum byggðust upp þegar einkabíllinn var kominn til sögunnar þá tekur skipulag þeirra mjög mikið mið af bílum. Byggðin er dreifð og vegir breiðir og hentugir undir mikla umferð. „En það er ekki hægt að breikka vegi endalaust,“ segir Terry sem segir viðhorfsbreytingu hafa átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Fólk kalli nú í auknum mæli eftir þéttari byggð og almenningssamgöngum. Þar vegi umhverfissjónarmið þungt, fólk hafi áhyggjur af mengun af völdum einkabíla, ýmis önnur sjónarmið eins og tími sem fer í að komast til vinnu eru einnig uppi. „Þetta er líka spurning um hvernig lífsstíl fólk vill lifa. Vill það hafa alla þjónustu í göngufæri, eða vill það búa í íbúðahverfi?“ Terry segir stjórnvöld leika lykilhlutverk í að breyta samgönguvenjum, boð og bönn dugi þó skammt. „Það er ekki hægt að banna fólki að ferðast í bíl, en það er hægt að búa til hvata með því að setja á umferðartakmarkanir í miðborgum, með því að setja skatta á bíla og svo framvegis.“ Reykjavík minnir um margt á bandarískar borgir og segir Moore, sem kom til landsins í fyrsta sinn á fimmtudag, það greinilegt að hér væru að sumu leyti svipaðar aðstæður. „Vandamálin eru hins vegar alltaf afstæð. Hér er rætt um að Reykjavík sé of dreifð, en ég var þó ekki nema einn og hálfan tíma frá flugvellinum [Leifsstöð] að hótelinu, þrátt fyrir slæma færð. Það er svipaður tími og margir Bandaríkjamenn verja í ferðalög til vinnu á hverjum degi.“ Moore bendir einnig á að Reykjavík sé umhverfisvæn á margan hátt og bara það að hús séu hituð með endurnýjanlegri orku sé aðdáunarvert. Hann segir hins vegar mjög skiljanlegt að hér sé umræða um þéttingu byggðar og hvernig megi draga úr mengum af völdum bíla. Hafi fólk áhuga á því þá þurfi að vera raunverulegur valkostur fyrir hendi, fólk taki ekki almenningssamgöngur fram yfir bíla nema þær séu mjög góðar. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira