Innlent

Stúdentar boða til mótmæla fyrir framan menntamálaráðuneytið

Stúdentar ætla að mótmæla fyrir framan menntamálaráðuneytið á morgun.
Stúdentar ætla að mótmæla fyrir framan menntamálaráðuneytið á morgun.

Stúdentaráð Háskóla Íslands, í samvinnu við SÍF og námsmannahreyfingar Háskólans í Reykjavík, Háskólans við Bifröst, Landbúnaðarháskólanum og Háskólanum á Akureyri, hafa efnt til mótmæla fyrir framan Mennta- og menningarmálaráðuneyti á morgun kl. 12 að hádegi.

Ástæðan eru nýlegar breytingartillögur á úthlutunarreglum Lánasjóðs Íslenskra Námsmanna sem voru samþykktar af meirihluta stjórnar sjóðsins, en fulltrúar námsmanna í stjórninni neituðu að samþykkja tillögurnar að sögn Jens Fjalars Skaptasonar, formanns stúdentaráðs. Nú liggja tillögurnar á borði til samþykktar, en ljóst er að þær munu hafa í för með sér umtalsverða kjaraskerðingu fyrir stúdenta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×