Innlent

Vilja aðgang að meintum leynigögnum í níumenningamálinu

Valur Grettisson skrifar
Það var rólegt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en fáir mættu í dómshaldið.
Það var rólegt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en fáir mættu í dómshaldið.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður fjögurra af níu einstaklingum, sem hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að ráðast á Alþingi, krafðist þess í fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að fá aðgang að meintum leynigögnum um málið.

Hann sagðist ekki geta sýnt eða sannað það að gögnum hafi verið haldið frá sér og sínum skjólstæðingum, en taldi margt benda til þess.

Meðal gagna sem hann telur ákæruvaldið ekki hafa afhent eru nýjar upptökur úr öryggismyndavélum Alþingis og skýrslutökur af einstaklingum sem voru staddir við Alþingi þegar hópurinn fór þangað inn í mótmælaskyni árið 2008.

Dómarinn tók kröfuna fyrir og mun kveða upp úrskurð von bráðar.

Fámennt var í dómsalnum í morgun en hingað til hefur verið mikill viðbúnaður lögreglu vegna fjölmennis sem hefur haft áhuga á að sitja dómshaldið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×