Innlent

Öll sex ára börn fá frí merki

Átakið undirstrikar mikilvægi þess að vegfarendur séu vel sýnilegir í umferðinni til að forðast slysin. fréttablaðið/stefán
Átakið undirstrikar mikilvægi þess að vegfarendur séu vel sýnilegir í umferðinni til að forðast slysin. fréttablaðið/stefán

Skátahreyfingin dreifir endurskinsmerkjum á næstu dögum til allra 6 ára barna á höfuðborgarsvæðinu og í pósti til allra barna á landinu. Tilefnið er endurskinsmerkjaherferð Arion banka, Skátahreyfingarinnar, Umferðarstofu og ríkislögreglustjóra, Láttu ljós þitt skína.

Einnig verður hægt að nálgast merkin í útibúum Arion banka og fengið þau send heim ef sendur er póstur á Umferðarstofu á netfangið fraedsla@us.is. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×