Kvennafrí: Gengið gegn misrétti Sólveig Bergmann skrifar 25. október 2010 12:07 Frá kvennafrídeginum 2005 Mynd: Hari "Konur, hittumst á Lækjartorgi kl. 2. Framkvæmdanefnd um kvennafrí." Hún lét ekki mikið yfir sér, auglýsingin sem þulurinn las fyrir hádegisfréttatíma útvarpsins, föstudaginn 24. október árið 1975. Þessi hógværa hvatning var þó lokahnykurinn á einum stærsta viðburði hér á landi á síðustu öld. Talið er að 90 prósent kvenna lagt niður störf þennan fyrsta kvennafrídag árið 1975 eða nánast helmingur þjóðarinnar, til þess að krefjast sömu réttinda og launa og karlar nutu á vinnumarkaði. Aldrei áður hafði þjóðin orðið vitni að annarri eins samstöðu og konur sýndu. Það var fyrir 35 árum og fyrir þá sem velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að endurvekja kvennafrídaginn árið 2010 má benda á nokkrar tölulegar staðreyndir sem teknar eru saman í leiðara Fréttablaðsins í dag. Heildarlaun kvenna á Íslandi eru 66 prósent af heildarlaunum karla. Kynbundinn launamunur mælist meiri á Íslandi en á hinum Norðulöndunum Níu af hverjum tíu stjórnarmönnum í íslenskum fyrirtækjum eru karlar og algengast er að stjórnir fyrirtækja séu eingönu skipaðar körlum. Íslenskur karl með grunnskólapróf getur vænst hærri launa en kona með háskólapróf. Þessu misrétti sem viðgengst á vinnumarkaðnum verður mótmælt í dag Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14:25. Þá hafa þær unnið fyrir launum sínum þann daginn ef litið er til þess að atvinnutekjur kvenna eru 66% af atvinnutekjum karla. Dagskráin í ár er einnig helguð baráttu gegn kynferðisofbeldi. Ein íslensk kona af hverjum þremur sætir grófu kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Það eru um 300 konur á ári. Þeir dómar sem falla að jafnaði í undirrétti og Hæstarétti eru á hinn bóginn, vart teljandi á fingrum annarrar handar. Í Reykjavík hittast konur á Hallgrímskirkjutorgi kl. 15:00 og ganga niður að Arnarhóli. Einnig eru skipulagðir viðburðir á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði Blönduósi og Skagafirði. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni kvennafri.is Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
"Konur, hittumst á Lækjartorgi kl. 2. Framkvæmdanefnd um kvennafrí." Hún lét ekki mikið yfir sér, auglýsingin sem þulurinn las fyrir hádegisfréttatíma útvarpsins, föstudaginn 24. október árið 1975. Þessi hógværa hvatning var þó lokahnykurinn á einum stærsta viðburði hér á landi á síðustu öld. Talið er að 90 prósent kvenna lagt niður störf þennan fyrsta kvennafrídag árið 1975 eða nánast helmingur þjóðarinnar, til þess að krefjast sömu réttinda og launa og karlar nutu á vinnumarkaði. Aldrei áður hafði þjóðin orðið vitni að annarri eins samstöðu og konur sýndu. Það var fyrir 35 árum og fyrir þá sem velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að endurvekja kvennafrídaginn árið 2010 má benda á nokkrar tölulegar staðreyndir sem teknar eru saman í leiðara Fréttablaðsins í dag. Heildarlaun kvenna á Íslandi eru 66 prósent af heildarlaunum karla. Kynbundinn launamunur mælist meiri á Íslandi en á hinum Norðulöndunum Níu af hverjum tíu stjórnarmönnum í íslenskum fyrirtækjum eru karlar og algengast er að stjórnir fyrirtækja séu eingönu skipaðar körlum. Íslenskur karl með grunnskólapróf getur vænst hærri launa en kona með háskólapróf. Þessu misrétti sem viðgengst á vinnumarkaðnum verður mótmælt í dag Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14:25. Þá hafa þær unnið fyrir launum sínum þann daginn ef litið er til þess að atvinnutekjur kvenna eru 66% af atvinnutekjum karla. Dagskráin í ár er einnig helguð baráttu gegn kynferðisofbeldi. Ein íslensk kona af hverjum þremur sætir grófu kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Það eru um 300 konur á ári. Þeir dómar sem falla að jafnaði í undirrétti og Hæstarétti eru á hinn bóginn, vart teljandi á fingrum annarrar handar. Í Reykjavík hittast konur á Hallgrímskirkjutorgi kl. 15:00 og ganga niður að Arnarhóli. Einnig eru skipulagðir viðburðir á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði Blönduósi og Skagafirði. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni kvennafri.is
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira