Innlent

Einn flottasti bíllinn í Evrópu

Freyr Bjarnason skrifar
Björninn var vígður fyrir utan Grand Hótel þar sem ráðstefnan Björgun fór fram um helgina.
Björninn var vígður fyrir utan Grand Hótel þar sem ráðstefnan Björgun fór fram um helgina. fréttablaðið/vilhelm
Björgunarsveitirnar á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið í notkun nýjan stjórnstöðvarbíl sem ber heitið Björninn.

Smíði bílsins tók tuttugu mánuði og var hún að mestu unnin í sjálfboðavinnu. Þetta er einn fullkomnasti stjórnstöðvarbíll Evrópu. Í honum er nýjasta fjarskiptatækni sem völ er á, þar á meðal þrettán tölvuskjáir, rafstöð, símstöð og tveir kílómetrar af rafmagnsköflum.

Áður en bílnum var breytt var hann í notkun hjá Mjólkursamsölunni í Búðardal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×