Innlent

Borgarstjórinn í einangrun: Byrjaður að segja brandara á ný

Jón Gnarr og húðflúrið hans.
Jón Gnarr og húðflúrið hans.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, er enn í einangrun á Landspítalanum en hann fékk sýkingu í sár sem myndast hafði á handlegg hans, rétt fyrir ofan húðflúr sem hann fékk sér nýlega. Húðflúrið er mynd af skjaldamerki Reykjavíkur en sýkinguna fékk hann þegar hann var staddur í Svíþjóð.

Jón er enn á spítala þar sem hann fór að sýna mikil ofnæmisviðbrögð við sýklalyfjum sem hann fékk í kjölfar sýkingarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni Jóns er hann í einangrun þar sem hann var fyrst lagður inn á spítala í Svíþjóð.

Hann segir Jón þó bera sig vel þrátt fyrir veikindin og sé meðal annars byrjaður að segja brandara á ný.

Í gærkvöldi sagðist Jón vera hálf ræfilslegur á Facebook-síðu sinni. Sagði hann sýkinguna næstum búna en hann væri með heiftarleg flekkótt útbrot og ofnæmi um allan líkamann.

"Líður eins og ég hafi sólbrunnið illa. Klæjar og fæ kuldahroll. Fæ sýklalyf, stera og ofnæmislyf í æð. Góða nótt."


Tengdar fréttir

Sýking í tattúinu: „Reykjavík er þung byrði að bera“

„Hann fékk sýkingu í handlegginn og pensilín í æð," segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. Sem kunnugt er fékk Jón Gnarr sér nýverið húðflúr með skjaldarmerki Reykjavíkur og virðist sýking hafa hlaupíð í húðflúrið. „Reykjavík er þung byrði að bera,“ segir Björn.

Tvöfaldur framhandleggur borgarstjórans

Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, birti mynd af sér á Dagbók borgarstjórans í kvöld þar sem sjá má stokkbólginn handlegg borgarstjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×