Undrast ofsafengin viðbrögð biskups vegna trúboðsbanns 25. október 2010 06:15 Karl Sigurbjörnsson Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, oftúlkar tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um takmarkanir við aðgangi trúfélaga að skólastarfi í borginni. Þetta segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Henni finnst viðbrögðin ofsafengin. Biskup gagnrýndi tillögu mannréttindaráðsins í prédikun sinni í Hallgrímskirkju í gær, sagði hana skefjalausa fordóma og andúð á kristni og Þjóðkirkjunni. Gangi tillagan eftir muni hún stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð. „Það má sannarlega sjá í drögum að samþykkt mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, sem krefst þess að lokað verði á aðkomu kirkjunnar að skólunum, kirkjuferðir verði bannaðar og sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi sömuleiðis,“ sagði biskup og bætti við að lítið sé gert úr menntun og reynslu kirkjunnar þjóna með því að leggja til að í stað þeirra verði kallaðir til fagaðilar þegar áföll dynji yfir. „Þetta er illa dulbúin atlaga að faglegum heiðri presta og djákna,“ sagði hann í prédikun sinni. Margrét segir meininguna ekki að ráðast á Þjóðkirkjuna. „Mér finnst málið í flestum tilvikum á misskilningi byggt og umræðan farin um víðan völl. Það er verið að setja hömlur á trúboð á skólatíma. Auðvitað bitnar það á Þjóðkirkjunni,“ segir Margrét og efast um að tillagan hamli starfi kristinfræðikennara í grunnskólum. „Ég sé ekki að kirkjan þurfi að óttast neitt enda engu verið að breyta. Það er ekki verið að banna sálmasöng og leggja jólaskemmtanir af,“ segir hún. Margrét bendir á að lengi hafi legið fyrir að setja þyrfti skýrar reglur um trúboð í skólum á skólatíma, eða allt frá því starfshópur um samstarf skóla við trúar- og lífsskoðunarhópa skilaði af sér skýrslu um málið fyrir þremur árum. Hins vegar hafi ekkert verið gert. Margrét bendir á að málið sé skammt á veg komið, enn sé beðið umsagnar fagráða og skólasamfélaga um tillögu mannréttindaráðsins. „Það mun vega þungt.“- jab Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, oftúlkar tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um takmarkanir við aðgangi trúfélaga að skólastarfi í borginni. Þetta segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Henni finnst viðbrögðin ofsafengin. Biskup gagnrýndi tillögu mannréttindaráðsins í prédikun sinni í Hallgrímskirkju í gær, sagði hana skefjalausa fordóma og andúð á kristni og Þjóðkirkjunni. Gangi tillagan eftir muni hún stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð. „Það má sannarlega sjá í drögum að samþykkt mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, sem krefst þess að lokað verði á aðkomu kirkjunnar að skólunum, kirkjuferðir verði bannaðar og sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi sömuleiðis,“ sagði biskup og bætti við að lítið sé gert úr menntun og reynslu kirkjunnar þjóna með því að leggja til að í stað þeirra verði kallaðir til fagaðilar þegar áföll dynji yfir. „Þetta er illa dulbúin atlaga að faglegum heiðri presta og djákna,“ sagði hann í prédikun sinni. Margrét segir meininguna ekki að ráðast á Þjóðkirkjuna. „Mér finnst málið í flestum tilvikum á misskilningi byggt og umræðan farin um víðan völl. Það er verið að setja hömlur á trúboð á skólatíma. Auðvitað bitnar það á Þjóðkirkjunni,“ segir Margrét og efast um að tillagan hamli starfi kristinfræðikennara í grunnskólum. „Ég sé ekki að kirkjan þurfi að óttast neitt enda engu verið að breyta. Það er ekki verið að banna sálmasöng og leggja jólaskemmtanir af,“ segir hún. Margrét bendir á að lengi hafi legið fyrir að setja þyrfti skýrar reglur um trúboð í skólum á skólatíma, eða allt frá því starfshópur um samstarf skóla við trúar- og lífsskoðunarhópa skilaði af sér skýrslu um málið fyrir þremur árum. Hins vegar hafi ekkert verið gert. Margrét bendir á að málið sé skammt á veg komið, enn sé beðið umsagnar fagráða og skólasamfélaga um tillögu mannréttindaráðsins. „Það mun vega þungt.“- jab
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira