Innlent

Jóhanna hættir eftir hádegi

Erla Hlynsdóttir skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf klukkan 14.25 og hvetur hún konur sem starfa í forsætisráðuneytinu til að gera slíkt hið sama.

Í bréfi sem Jóhanna sendi samstarfsfólki sínu segir:

„Kæra samstarfsfólk!

Kvennafrídagurinn á Íslandi er einstakur á heimsvísu og hefur vakið verðskuldaða athygli í öðrum löndum.

Ég hvet ykkur til þess að skipuleggja daginn þannig að allar konur sem starfa í forsætisráðuneytinu og hjá stofnunum sem undir það heyra geti gengið út af vinnustað sínum kl. 14.25 í dag. Safnast verður saman við Hallgrímskirkju kl. 15.00 og gengið að Arnarhóli þar sem flutt verður fjölbreytt dagskrá auk þess sem ýmsar uppákomur verða í miðbænum og þ. á m. fyrir framan Stjórnarráðið.

Til hamingju með daginn, konur og karlar! Sýnum samstöðu!

Jóhanna Sigurðardóttir. "




Fleiri fréttir

Sjá meira


×