Stofnandi Wikileaks treystir ekki íslenskum stjórnvöldum Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. október 2010 21:49 Julian Assange er stofnandi Wikileaks. Mynd/ afp. Dagblaðið New York Times fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, treysti ekki Íslandi vegna mikilla tengsla stjórnvalda við bandarísk stjórnvöld. Þetta kemur fram í grein um Assange sem birtist á vef New York Times í gær. Í greininni er sagt frá því að Assange hegði sér eins og hundeltur maður. Hann bóki sig á hótel undir fölskum nöfnum, liti hár sitt, sofi á sófum og gólfum og noti reiðufé í staðinn fyrir greiðslukort. Peningana fái hann oftar en ekki lánaða hjá vinum sínum. New York Times segir að Assange hafi haldið til í Stokkhólmi um skeið. Þaðan hafi hann farið til Berlínar og því næst til Lundúna. Hann geti verið í Bretlandi á vegabréfi sínu í sex mánuði enda sé hann ástralskur að uppruna. Hann vill hins vegar ekki staldra lengi við í Bretlandi enda óttast hann að bresk stjórnvöld muni aðstoða bandarísk stjórnvöld ef þau grípa til aðgerða vegna uppljóstrana Wikileaks. Blaðið segir að áströlsk stjórnvöld hafi þegar lofað bandarískum stjórnvöldum slíkri aðstoð. Blaðið segir að á Íslandi sé frelsi fjölmiðla mikið og mikill stuðningur við Wikileaks. Ísland sé hins vegar ekki fýsilegur kostur til að dveljast á vegna þess að stjórnvöld í Washington geti of auðveldlega haft áhrif á íslensk stjórnvöld. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Dagblaðið New York Times fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, treysti ekki Íslandi vegna mikilla tengsla stjórnvalda við bandarísk stjórnvöld. Þetta kemur fram í grein um Assange sem birtist á vef New York Times í gær. Í greininni er sagt frá því að Assange hegði sér eins og hundeltur maður. Hann bóki sig á hótel undir fölskum nöfnum, liti hár sitt, sofi á sófum og gólfum og noti reiðufé í staðinn fyrir greiðslukort. Peningana fái hann oftar en ekki lánaða hjá vinum sínum. New York Times segir að Assange hafi haldið til í Stokkhólmi um skeið. Þaðan hafi hann farið til Berlínar og því næst til Lundúna. Hann geti verið í Bretlandi á vegabréfi sínu í sex mánuði enda sé hann ástralskur að uppruna. Hann vill hins vegar ekki staldra lengi við í Bretlandi enda óttast hann að bresk stjórnvöld muni aðstoða bandarísk stjórnvöld ef þau grípa til aðgerða vegna uppljóstrana Wikileaks. Blaðið segir að áströlsk stjórnvöld hafi þegar lofað bandarískum stjórnvöldum slíkri aðstoð. Blaðið segir að á Íslandi sé frelsi fjölmiðla mikið og mikill stuðningur við Wikileaks. Ísland sé hins vegar ekki fýsilegur kostur til að dveljast á vegna þess að stjórnvöld í Washington geti of auðveldlega haft áhrif á íslensk stjórnvöld.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira