Innlent

Forsætisráðherra óskaði fimleikakonum til hamingju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir óskaði fimleikakonum til hamingju. Mynd/ Anton.
Jóhanna Sigurðardóttir óskaði fimleikakonum til hamingju. Mynd/ Anton.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur sent kvennaliði Gerplu í hópfimleikum hamingjuóskir með framúrskarandi og einstæðan árangur á Evrópumótinu í hópfimleikum. Á mótinu, sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um helgina, vann kvennalandslið Íslands til gullverðlauna.

Jóhanna Sigurðardóttir endi jafnframt landsliði stúlkna í hópfimleikum hamingjuóskir með frábæran árangur þeirra í keppni landsliða á Evrópumótinu þar sem þær höfnuðu í 3. sæti. Forsætisráðherra segir að með árangri íslensku kvennanna á mótinu hafi þær skipað sér í hóp bestu íþróttamanna sem Ísland hafi átt fyrr og síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×