Innlent

Þyrla brotlenti á Esjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Esjan.
Esjan.
Lítil fisþyrla brotlenti á Esjunni um kvöldmatarleytið. Tveir menn voru um borð í þyrlunni. Þeir eru báðir komnir niður af fjallinu og eru óslasaðir samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Tildrög þess að þyrlan brotlenti eru ekki kunn. Gert er ráð fyrir að Landhelgisgæslan fljúgi yfir Esjuna í kvöld til að mynda vettvang óhappsins en aðstæður eru erfiðar vegna myrkurs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×