Innlent

Komst ekki niður úr Hafnarfjalli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamaður.
Björgunarsveitamaður.
Björgunarfélag Akraness og Björgunarsveitin Brák Akranesi sóttu í dag konu sem slasaðist á fæti á Hafnarfjalli þannig að hún komst ekki niður án hjálpar.

Útkall barst um klukkan tvö en þá hafði vindhviða feykt konunni um koll þannig að hún meiddist á fæti. Mjög kalt og hvasst var á fjallinu, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Um 20 björgunarsveitamenn tóku þátt í aðgerðinni sem reyndi töluvert á vegna aðstæðna en burður í fjallendi er afar erfiður. Konan var komin í sjúkrabíl klukkan hálfsjö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×