Innlent

Musso valt við Krossa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Musso
Musso
Musso bifreið valt á Ólafsfjarðarvegi gegnt bænum Krossar um fimmleytið í gær. Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist ekki alvarlega en var fluttur á slysadeild til skoðunar. Vegagerðin segir að á Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og á Suð-Austurlandi sé víða nokkur hálka, hálkublettir og snjóþekja, einnig éljar norðanlands. Það er því betra að fara að öllu með gát.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×