Innlent

Ágóði fer til BUGL

Nýja herbergið sem útbúið var fyrir söfnunarfé frá Kiwanisklúbbnum Elliða.fréttablaðið/anton
Nýja herbergið sem útbúið var fyrir söfnunarfé frá Kiwanisklúbbnum Elliða.fréttablaðið/anton

Kiwanisklúbburinn Elliði safnaði 6,5 milljónum króna af sölu söngbóka. Ágóðinn rennur óskiptur til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Meðal þeirra verkefna sem urðu til út frá söfnuninni er þjálfunarherbergið Birtan, sem var formlega tekið í notkun í gær. Herbergið verður notað hjá BUGL til skynörvunar og eru þar ýmis tæki til þess.

Einnig voru gefnar út tvær bækur fyrir fjármagnið sem safnaðist ásamt uppsetningu á veggskreytingum á BUGL með þrautum og leikjum.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×