Enski boltinn

Arsenal ætlar að bjóða í Simon Kjær

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Simon Kjær.
Simon Kjær.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mun líklega bjóða ítalska liðinu Palermo 10 milljónir punda fyrir danska varnarmanninn Simon Kjær.

Wenger telur að Kjær geti myndað framtíðarmiðvarðarpar félagsins með Thomas Vermaelen.

Kjær var næstum farinn til Tottenham í janúar en félagaskiptin gengu ekki upp vegna hárra launakrafa Danans sem vildi fá 100 þúsund pund í vikulaun.

Arsenal er sagt vera til í að borga þessi laun ef Kjær semur fyrir HM en góð frammistaða þar gæti hækkað verðmiðann á leikmanninum verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×