Enski boltinn

Kitson brjálaður út í Pulis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tony Pulis.
Tony Pulis. Nordic Photos / Getty Images

Dave Kitson, leikmaður Stoke, segir að stjóri liðsins, Tony Pulis, sé lygari og hræsnari af verstu gerð.

Framherjinn er algjörlega brjálaður yfir því að Pulis skuli hafa gagnrýnt hann opinberlega. Pulis sagði að Kitson hefði orðið brjálaður er honum var skipt af velli gegn Chelsea. Hann sagði Kitson meðal annars vera eigingjarnan.

„Ég vann í fimm ár við að raða vörum í hillur áður en ég varð fótboltamaður. Ég kann því vel að lifa venjulega lífi. Það sem Tony sagði er ekki satt og var aðeins gert til þess að beina athyglina frá því sem hefur verið að gerast hjá félaginu," sagði Kitson reiður.

„Ég skil ekki hvernig hann getur gagnrýnt leikmann í fjölmiðlum þegar hann er nýbúinn að stinga upp á því að við tölum bara saman maður á mann ef eitthvað sé að. Nú lítur þetta þannig að út að allt sé mér að kenna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×