Enski boltinn

Torres hefur áhyggjur af framtíðinni

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres.

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um risatilboð Manchester City í Fernando Torres, framherja Liverpool. Þessi spænski landsliðsmaður hefur þó látið hafa eftir sér að hann muni yfirgefa enska boltann ef að hann ákveður að fara frá Liverpool.

„Enska úrvalsdeildin er mjög sterk deild og ég hef alltaf dáðst af þessari deild sem og leikmönnunum sem að spila hér," sagði Torres við News of the world.

Torres hefur verið að kljást við hnémeiðsli í vetur og gæti farið svo að hann missi af byrjun HM í sumar. Hann segir aðdáunarvert að menn eins og Steven Gerrard skuli enn vera heill í fullu fjöri að spila vel í deildinni.

„Þetta er þriðja tímabilið mitt hér hjá Liverpool og ég er enn heillaður að sjá leikmenn eins og Steven Gerrard, Wayne Rooney og Frank Lampard. Þetta eru leikmenn sem að hafa spilað hér lengi og eru enn að spila toppleiki. Það er aðdáunarvert að sjá þessa leikmenn," bætti Torres við.

„Ég get bara ekki ímyndað mér hvernig staðan verður á mér eftir fimm ár ef ég held áfram að spila hér. Mögulega gæti það orðið til þess að ég muni eiga í vandræðum með meiðsli þar sem meiðslatíðni hér er miklu meiri en í öðrum deildum," sagði Torres að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×