Enski boltinn

Möguleiki að Brown taki aftur við Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Brown er enn á launum hjá Hull.
Phil Brown er enn á launum hjá Hull. Nordic Photos / Getty Images

Svo gæti farið að Phil Brown taki aftur við starfi knattspyrnustjóra Hull City í sumar en hann var rekinn nú fyrr í vetur.

Þegar Brown var rekinn í síðasta mánuði átti hann enn fimmtán mánuði eftir af samningi sínum. Hann er því enn á launum hjá Hull og ekki er enn búið að ganga frá starfslokum.

Iain Dowie var fenginn til að bjarga liðinu frá falli en það varð ljóst eftir 1-0 tap liðsins fyrir Sunderland í gær að fátt muni bjarga liðinu nú.

Adam Pearson, stjórnarformaður félagsins, segir að ekki sé búið að útiloka neitt og að allir möguleikar komi til greina á þessu stigi málsins.

Einn af þessum möguleikum er að Brown klári samninginn sinn við félagið.

Undir stjórn Brown náði Hull miklu flugi í upphafi síðasta tímabils. Liðið hrundi svo síðari hluta tímabilsins en náði að bjarga sér frá falli. Hull hefur svo aftur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×