Innlent

Guðmundur Rúnar vill fyrsta sætið í Hafnarfirði

Guðmundur Rúnar Árnason.
Guðmundur Rúnar Árnason.

Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Guðmundur Rúnar hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2002 og er formaður fjölskylduráðs og bæjarráðs.

Guðmundur Rúnar lauk doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics árið 1991. Meðfram námi og frá lokum þess hefur hann stundað margvísleg störf, m.a. rannsóknir í félagsvísindum og ýmis kynningarmál, auk virkrar þátttöku í félagsstörfum og sveitarstjórnarmálum. Guðmundur Rúnar var ritstjóri Vinnunnar um 8 ára skeið og upplýsingafulltrúi ASÍ helminginn af þeim tíma.

Guðmundur Rúnar er 51 árs, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, félagsfræðingi og á fjögur börn á aldrinum 9 til 32 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×