Fögnuðu Ólafi og Dorrit með 21 fallbyssuskoti 14. janúar 2010 11:19 Ólafur Ragnar Grímsson kannar heiðursvörðinn. Mynd/forseti.is. Forseti Indlands, Pratibha Patil, og Manmohan Singh forsætisráðherra, tóku á móti forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff í Delí við hina sögufrægu forsetahöll Rastrapati Bhavan í gær. Við upphaf hátíðarmóttökunnar var hleypt af 21 fallbyssuskoti en síðan voru leiknir þjóðsöngvar landanna. Þá kannaði forseti Íslands heiðursvörð. Að lokinni athöfninni héldu forsetahjón að leiði Mahatma Gandhi og lögðu þar blómsveig frá íslensku þjóðinni. Í viðræðum forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við forsætisráðherra Indlands Manmohan Singh, utanríkisráðherrann S. M. Krishna og aðra ráðamenn að lokinni hátíðarmóttöku í Delí kom fram eindreginn vilji indverskra ráðherra til að efla samvinnu við Íslendinga, kanna möguleika á sameiginlegum verkefnum, fjárfestingum og vísindarannsóknum. Indverjar mætu mikils vináttu við Íslendinga og teldu mikilvægt að þjóðin næði sem fyrst sínum fyrri styrk. Indland er fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og eitt af stærstu hagkerfum í heimi. Á fundi forseta með Manmohan Singh forsætisráðherra var rætt um reynslu Íslendinga af fjármálakreppunni og viðbrögð þjóðarinnar við henni, sóknarfæri í orkumálum, vísindum og tækni. Lýsti forsætisráðherrann stuðningi við Íslendinga á þessum tímum erfiðleika og sagðist þess fullviss að þjóðin næði sér fljótt á strik. Hann lýsti miklum áhuga á samvinnu við Íslendinga á sviði jarðhita en Indverjar kanna nú í vaxandi mæli möguleika sína í þeim efnum. Þá væri uppbygging gagnavera á Íslandi áhugaverð sem og fjölmörg önnur tækifæri til samvinnu þjóðanna á sviði upplýsingatækni. Þá nefndi forsætisráðherrann áhuga Indverja á því að skoða Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð varðandi flutning á fólki og vörum til Evrópu og Vesturheims. Einnig var rætt um möguleika á olíuvinnslu á Drekasvæðinu en Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri mun eiga síðar í dag fundi með stjórnendum stærsta ríkisolíufélags á Indlandi. Forsætisráðherrann hvatti eindregið til að slík samvinna yrði könnuð. Í gær sat forseti Íslands kvöldverð í boði fornvinar síns Murli Deora olíumálaráðherra Indlands þar sem einnig voru fjölmargir áhrifamenn úr indverskum olíuiðnaði. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Forseti Indlands, Pratibha Patil, og Manmohan Singh forsætisráðherra, tóku á móti forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff í Delí við hina sögufrægu forsetahöll Rastrapati Bhavan í gær. Við upphaf hátíðarmóttökunnar var hleypt af 21 fallbyssuskoti en síðan voru leiknir þjóðsöngvar landanna. Þá kannaði forseti Íslands heiðursvörð. Að lokinni athöfninni héldu forsetahjón að leiði Mahatma Gandhi og lögðu þar blómsveig frá íslensku þjóðinni. Í viðræðum forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við forsætisráðherra Indlands Manmohan Singh, utanríkisráðherrann S. M. Krishna og aðra ráðamenn að lokinni hátíðarmóttöku í Delí kom fram eindreginn vilji indverskra ráðherra til að efla samvinnu við Íslendinga, kanna möguleika á sameiginlegum verkefnum, fjárfestingum og vísindarannsóknum. Indverjar mætu mikils vináttu við Íslendinga og teldu mikilvægt að þjóðin næði sem fyrst sínum fyrri styrk. Indland er fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og eitt af stærstu hagkerfum í heimi. Á fundi forseta með Manmohan Singh forsætisráðherra var rætt um reynslu Íslendinga af fjármálakreppunni og viðbrögð þjóðarinnar við henni, sóknarfæri í orkumálum, vísindum og tækni. Lýsti forsætisráðherrann stuðningi við Íslendinga á þessum tímum erfiðleika og sagðist þess fullviss að þjóðin næði sér fljótt á strik. Hann lýsti miklum áhuga á samvinnu við Íslendinga á sviði jarðhita en Indverjar kanna nú í vaxandi mæli möguleika sína í þeim efnum. Þá væri uppbygging gagnavera á Íslandi áhugaverð sem og fjölmörg önnur tækifæri til samvinnu þjóðanna á sviði upplýsingatækni. Þá nefndi forsætisráðherrann áhuga Indverja á því að skoða Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð varðandi flutning á fólki og vörum til Evrópu og Vesturheims. Einnig var rætt um möguleika á olíuvinnslu á Drekasvæðinu en Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri mun eiga síðar í dag fundi með stjórnendum stærsta ríkisolíufélags á Indlandi. Forsætisráðherrann hvatti eindregið til að slík samvinna yrði könnuð. Í gær sat forseti Íslands kvöldverð í boði fornvinar síns Murli Deora olíumálaráðherra Indlands þar sem einnig voru fjölmargir áhrifamenn úr indverskum olíuiðnaði.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira