Innlent

Bílvelta nærri Bauhaus

Smájeppi valt á Vesturlandsveginum, nærri Bauhaus, fyrir stundu. Samkvæmt sjónarvotti sem Vísir ræddi við var um smájeppa að ræða.

Þegar haft var samband við lögregluna fengust engar upplýsingar um ástand ökumanns eða hvort fleiri hefðu verið í bílnum. Lögregla og sjúkraflutningamenn eru á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×