Innlent

Búið að safna níu milljónum á einum sólarhring

MYND/AP
MYND/AP

Hátt í níu milljónir hafa safnast í átaki Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí en söfnunin hófst fyrir um sólarhring síðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Rauða krossins.

Þar segir einnig að hjálpargögn séu þegar byrjuð að berast til Port-au-Prince frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Panama og eins var birgðaflugvél send frá Genf nú síðdegis með 40 tonn af lyfjum og tækjabúnaði sem duga til að veita um 10.000 manns læknisaðstoð næstu þrjá mánuði.

Í gær dreifði Alþjóða Rauði krossinn lyfjum og öðrum vörum til sjúkrahúsa sem hafa getað haldið út starfsemi í höfuðborginni Port-au-Prince sem duga til að veita um 1.200 manns aðstoð.

Þeir sem vilja styrkja störf Rauða krossins geta gert það í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og með beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×