Innlent

Íslendingar björguðu tveimur konum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ SL.
Mynd/ SL.
Eins og greint var frá fyrr í dag björguðu íslenskir björgunarsveitamenn tveimur ungum konum úr húsi í Haítí í dag.

Jarðskjálfti sem skók Haítí í fyrrakvöld var um 7,1 á Richter. Nú er talið að allt að fimmtíu þúsund hafi týnt lífi í skjálftanum, en tölurnar eru á reki. Íslendingur á vettvangi sagði í samtali við Stöð 2 í kvöld að ríflega helmingur húsa í höfuðborginni hafi hrunið í skjálftanum.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar mennirnir komu með konurnar úr húsinu. Myndin er send frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×