Innlent

Á annan tug erlendra farþega- og flutningavéla fastar hér á landi

Á annan tug flugvéla eru fastar á Keflavíkurflugvelli.
Á annan tug flugvéla eru fastar á Keflavíkurflugvelli. Mynd / Hilmar Bragi vf.is

Á annan tug erlendra farþega- og flutningaflugvéla eru nú á flugvélastæðum á Keflavíkurflugvelli og bíða átekta að komast til áfangastaða sinna í Evrópu samkvæmt fréttavef Víkurfrétta (vf.is).

Þar segir að flugvélastæðin á austursvæði Keflavíkurflugvallar séu þétt skipuð en eins og vitað er þá liggur flugumferð meira eða minna niðri í norður Evrópu.

Þeir sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli eru fjórar þotur frá Skyservice og einnig vélar frá mörgum öðrum flugfélögum.

Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta var ekki mikið af farþegum með þessum vélum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×