Enski boltinn

Zola: Ég er mjög hrifinn af David Ngog

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Ngog.
David Ngog. Mynd/GettyImages
Liverpool verður án spænska landsliðsframherjans Fernando Torres þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Gianfranco Zola, stjóri West Ham ætlar ekki að vanmeta varmanninn hans, David Ngog, þrátt fyrir að franski framherjinn hafi aðeins skorað 4 mörk í 21 leik á tímabilinu.

„Liverpool á ýmislegt í pokahorninu sem getur skapað vandræði fyrir okkur í þessum leik," sagði Gianfranco Zola spurður út í fjarveru Fernando Torres. „Ég veit að Fernando Torres er lykilmaður fyrir Liverpool en í fullri hreinskili þá er ég mjög hrifinn af David Ngog," sagði Zola.

„Ég er viss um að hann getur strítt okkur í þessum leik. Við þurfum því ekkert að vera velta okkur upp úr því hvort Torres spili eða ekki. Þetta verður alltaf erfiður leikur fyrir okkur sama hvaða liði þeir tefla fram. Það er eitt sem er öruggt," sagði Zola.

„Við verðum að ná góðum leik og vonast síðan eftir að fá smá heppni í lið með okkur líka," sagði Zola. West Ham er í harði fallbaráttu og er þremur stigum á undan Hull sem situr eins og er í síðasta fallsætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×