Enski boltinn

Liverpool lagði West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sotiros Kyrgiakos fagnar þriðja marki Liverpool í kvöld.
Sotiros Kyrgiakos fagnar þriðja marki Liverpool í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool vann í kvöld góðan sigur á West Ham á heimavelli, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Yossi Benayoun skoraði fyrsta mark Liverpool á nokkuð sérstakan máta en boltinn fór af maganum hans í netið eftir fyrirgjöf Steven Gerrard.

David Ngog var í framlínu Liverpool í fjarveru Fernando Torres sem gekkst undir hnéaðgerð um helgina. Hann skoraði annað mark liðsins í kvöld með laglegu skoti eftir sendingu Maxi Rodriguez.

Robert Green, markvörður West Ham, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í síðari hálfleik. Sotiros Kyrgiakos skaut í stöngina og þaðan fór boltinn í Green og í netið.

West Ham er í bullandi fallbaráttu og er aðeins þremur stigum frá Hull sem er í fallsæti og á þar að auki leik til góða.

Liverpool komst upp í sjötta sæti deildarinnar, upp fyrir Aston Villa sem á þó leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×