Enski boltinn

Wenger: Mér er alveg sama hvort Chelsea eða United vinnur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að það væri algjörlega sínum eigin mönnum að kenna að liðið ætti ekki lengur möguleika á að vinna enska meistaratitilinn en liðið missti niður tveggja marka forskot á síðustu tíu mínútum og tapaði 2-3 á móti Wigan í gær.

Þegar Wenger var spurður út í hvort hann teldi Chelsea eða Manchester United myndi vinna titilinn svaraði hann: „Mér er alveg sama hvort Chelsea eða United vinnur," sagði Wenger en Arsenal er nú sex stigum á eftir toppliði Chelsea þegar liðið á aðeins þrjá leiki eftir.

„Þú verður að halda einbeitingu í 90 mínútur í toppfótbolta annars tapar þú leikjum," sagði Wenger en þegar Wigan jafnaði leikinn henti hann jakkanum sínum í jörðina í svekkelsi.

„Þetta voru mikil óþarfa mörk sem við vorum að fá á okkur þó svo að heppnin hafi ekki verið með okkur. Við þurfum að halda einbeitingunni allan tímann því við vorum að mæta liði sem hafði engu að tapa. Okkur var refsað fyrir þau mistök," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×