Fótbolti

Annað jafntefli hjá Hólmfríði og félögum í Philadelphia

Óskar Ófeigur Jónson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Vilhelm
Hólmfríður Magnúsdóttir spilaði allan leikinn í nótt þegar lið hennar Philadelphia Independence gerði 1-1 jafntefli við Boston Breakers á útivelli. Philadelphia gerði einnig jafntefli í fyrsta leik sínum á tímabilinu.

Kelly Smith kom Boston í 1-0 á 50. mínútu en varnarmaðurinn Allison Falk jafnaði leikinn sex mínútum síðar með skallamarki eftir aukaspyrnu.

Hólmfríður lék í annarri stöðu en í fyrsta leiknum þegar hún var vinstri bakvörður. Nú lék Hólmfríður á hægri vængnum í þriggja manna framlínu og hefur því heldur betur sýnt fjölhæfni sína í fyrstu tveimur leikjum sínum í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólmfríður átti eitt skot á mark í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×