Enski boltinn

Dindane vill vera áfram á Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aruna Dindane í leik með Portsmouth.
Aruna Dindane í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Aruna Dindane hefur áhuga á að halda áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið í láni hjá Portsmouth frá franska liðinu Lens í vetur.

Portsmouth er löngu fallið úr ensku úrvalsdeildinni og ljóst að Dindane verður ekki áfram þar. Hann hefur verið orðaður við Blackburn og hefur staðfest að hann sé þegar búinn að gangast undir læknisskoðun þar.

„Ég vil vera áfram í Englandi því deildin hér er frábær," sagði hann. „Ég ræddi við Blackburn og fór í læknisskoðun þar. En markmiðið mitt nú er að klára tímabilið og það er umboðsmaður minn sem mun nú sjá um mín mál gagnvart Blackburn."

Þrátt fyrir öll skakkaföllin er Portsmouth komið í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og mætir í honum toppliði deildarinnar, Chelsea.

„Chelsea er stórt lið og spilar alltaf í Meistaradeildinni. En það er allt hægt í bikarnum og þetta vita leikmenn vel," sagði Dindane.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×