Enski boltinn

O'Neill og Bale bestir í apríl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Bale í leik með Tottenham.
Gareth Bale í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Martin O'Neill hjá Aston Villa hefur verið útnefndur besti knattspyrnustjóri aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Gareth Bale, Tottenham, besti leikmaðurinn.

Aston Villa vann fjóra leiki og gerði eitt jafntefli í mánuðinum og á enn möguleika á að tryggja sér fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og þar með þátttökurétt í Mestaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil.

Þetta er í sjöunda sinn sem O'Neill hefur hlotið þessi verðlaun á ferlinum.

Gareth Bale þótti standa sig mjög vel í leikjum Tottenham en hann skoraði sigurmörkin í sigrum liðsins gegn bæði Arsenal og Chelsea í mánuðinum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fær þessa útnefningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×