Enski boltinn

Neville búinn að skrifa undir nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Neville fagnar í leik með Manchester United.
Gary Neville fagnar í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Gary Neville mun spila með Manchester United á næstu leiktíð en hann er búinn að skrifa undir samning þess efnis.

Samningur Neville við United átti að renna út í sumar en orðrómur var á kreiki um að hann myndi hætta nú í sumar.

Hann hefur hins vegar spilað reglulega með liðinu á síðari hluta tímabilsins og ætlar því að halda áfram.

Neville lék sinn fyrsta leik með Manchester United árið 1992 og hefur síðan þá unnið fjöldamarga titla með félaginu. Hann er fyrirliði Manchester United og á tæplega 600 leiki að baki með liði United.

Aðrir reynsluboltar, þeir Paul Scholes og Ryan Giggs, hafa þegar samþykkt að spila með United í eitt ár til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×