Innlent

Barði í bifreið með hjólabretti

Karlmaður lamdi með hjólabretti utan í bifreið á Akranesi á sunnudag, en bíllinn var í akstri.

Ökumaðurinn sem var kona varð skiljanlega skelkuð og kallaði til lögreglu.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn mjög æstur og réðst gegn lögreglumönnunum vopnaður hjólabretti og sleggju. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×