Innlent

„Ég styð tillögur mannréttindaráðs“

Skiptar skoðanir eru um trúboð í leik- og grunnskólum
Skiptar skoðanir eru um trúboð í leik- og grunnskólum

Á fimmta hundrað manns hafa lýst yfir stuðningi við tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur með því að skrá sig í Facebook-hópinn; „Ég styð tillögur Mannréttindaráðs um bann við trúboði í skólum."

Hópurinn var stofnaður í morgun.

Samkvæmt bókun sjálfstæðismanna í mannréttindaráði hafa „skólasamfélaginu "aðeins borist 24 kvartanir vegna trúboðs í leik- og grunnskólum.

Á Facebook-hópnum segir: „Með því að líka við þessa síðu ert þú einungis að lýsa yfir þínum stuðningi við þessar tillögur."

Síðuna má skoða með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×