Innlent

Tölvuleikjaframleiðendur mótmæla harðlega Internetskatti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tölvuleikjaframleiðendur vilja ekki internetskatt. Mynd/ AFP.
Tölvuleikjaframleiðendur vilja ekki internetskatt. Mynd/ AFP.
Samtök tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi, IGI, mótmæla harðalega hugmyndum Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar um sérstakt gjald á netnotkun. Segja samtökin að með þessu sé beinlínis vegið að hagsmunum annara skapandi greina, svo sem tölvuleikjaframleiðenda, enda ljóst að umrætt gjald kæmi bæði niður á fyrirtækjunum sjálfum og viðskiptavinum þeirra. Samtökin leggjast því eindregið gegn öllum hugmyndum sem ætlað er að skattleggja almenna notendur netsins.

Það var í lok síðasta mánaðar sem hugmyndir að nýjum internetskatti voru kynntar. Með þessum skatti vill STEF sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist hér á landi með því að leggja meðal annars gjöld á nettengingar. Gjöldin myndu gefa notendum aðgang að tónlist á netinu með löglegum hætti og fara í sameiginlegan sjóð sem yrði síðan útdeilt til höfundarréttarhafa.

Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni, sagði þá í samtali við Fréttablaðið að aukagjöld ofan á nettengingar séu óréttlát gagnvart þeim sem ekki séu að hala niður tónlist ólöglega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×