Innlent

Stendur ekki til að selja tæki HSS

MYND/Róbert

Ekki stendur til að selja tæki í eigu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Fram kemur í yfirlýsingu sem stjórn Starfsmannafélags Suðurnesja sendi frá sér í morgun að ráðuneytið hyggist afla sér fjár með því að selja hluta af tækjum stofnunarinnar sem einkaðilar hafa gefið á undanförnum árum.

Í svari ráðuneytis við fyrirspurn fréttastofu er þessu vísað bug og bent á að það sé stjórn stofnunarinnar sem taki allar ákvarðanir um sölu á tækjum og tólum og ekki sé vitað til þess að slíkt standi til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×