Málið snýst um frétt af meintum stórfelldum fjármagnsflutningum Björgólfsfeðga, Karls Wernerssonar og Magnúsar Þorsteinssonar úr landi í miðju bankahruni. Þeir hafa fullyrt að fréttin sé ósönn.
Lögmaður stefndu fór fram á að heimildarmaðurinn fengi að bera vitni fyrir dómara og votti, án þess að lögmenn útrásarvíkinganna fengju að vita hver hann væri eða að nafn hans kæmi fram í dómi eða dómskjölum.
Vísaði lögmaðurinn meðal annars til þess að stefndu í dómsmáli hefðu rétt á að verja sig með öllum tiltækum ráðum, en að sama skapi væri réttur blaðamanna til að verja heimildarmenn sína varinn í lögum. Þetta þyrfti að samræma.
Dómarinn fellst hins vegar á rök lögmanna útrásarvíkinganna, sem telja að með þessu yrði þeim verulega mismunað, enda gætu þeir erfiðlega lagt spurningar fyrir vitni sem þeir ekki vita deili á. - sh


