Innlent

Fjársvikamál: Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur

Einn þeirra sem grunaður í fjársvikamálinu leiddur fyrir dómara í september.
Einn þeirra sem grunaður í fjársvikamálinu leiddur fyrir dómara í september. Mynd/Valli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við umfangsmikið fjársvikamál sem upp kom á dögunum.

Krafan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur seinni partinn í dag en annar mannanna hefur verið í haldi lögreglu frá 15. september en hinn maðurinn var handtekinn 10. október og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir, 11. október.

Talið er að mennirnir hafi ásamt öðrum náð að svíkja 270 milljónir úr úr virðisaukaskattskerfinu en rannsókn stendur enn yfir. Starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um aðild að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×