Innlent

Geir segir ákæruna jaðra við pólitískar ofsóknir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde segir ákærurnar jaðra við pólitískar ofsóknir.
Geir Haarde segir ákærurnar jaðra við pólitískar ofsóknir.
Ákæran sem Alþingi samþykkti í dag er pólitískt upphlaup og jaðrar við það að vera pólitískar ofsóknir, sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við RÚV um ákærurnar gegn sér.

Geir sagði að niðurstaðan væri þungbær og erfið. Hann gæti ekki leynt því. Hann hafi vonast til að Alþingi hefði ákveðið að taka ákæruvald sitt alvarlega en svo virtist sem pólitík hefði hlaupið í málið. Sérstaklega hjá Samfylkingunni þar sem nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hefðu ákveðið að hlaupa milli ráðherra og ákveðið að finna ráðherra til að ákæra

Geir sagðist vera feginn því að hinir ráðherrarnir hafi ekki verið ákærðir. Hann vildi miklu frekar mæta einn fyrir dóminn en að þau væru ákærð líka.

Hann sagði að það hefði verið óþægilegt að sitja fyrir framan sjónvarpið og sjá menn eins og Atla Gíslason fara með staðlausa stafi án þess að geta svarað fyrir sig.
Tengdar fréttir

Geir er kominn með lögmann - myndskeið

Geir Haarde hefur fengið Andra Árnason til þess að gæta hagsmuna sinna nú þegar að ákveðið hefur verið að ákæra hann fyrir Landsdómi. Þetta sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.