Enski boltinn

Fulham og Sunderland bítast um Beattie

Ómar Þorgeirsson skrifar
James Beattie.
James Beattie. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar eru Fulham og Sunderland bæði búin að leggja fram kauptilboð í framherjann James Beattie hjá Stoke.

Beattie hefur verið sterklega orðaður við félagsskipti frá Stoke allar götur síðan hann lenti í rifrildi við knattspyrnustjórann Tony Pulis og því ekki útilokað að hann færi sig um set í dag.

Beattie hefur ekki fundið sig á tímabilinu til þessa og aðeins skorað 3 mörk í 18 deildarleikjum en hann kom til Stoke fyrir ári síðan á 3,5 milljónir punda frá Sheffield United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×