Karlmaður vopnaður búrhníf var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum á fimmta tímanum í nótt.
Maðurinn reyndi að komast inn í hús á Hringbrautinni í Reykjanesbæ og lamdi það að utan með skiptilykli. Hann ógnaði síðan lögreglumanni sem hafði af honum afskipti. Maðurinn var nokkuð ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar.
Maðurinn verður yfirheyrður á eftir en líklegast sleppt eftir það.
