Haltur leiðir blindan Tryggvi Haraldsson skrifar 8. júlí 2010 06:00 Þegar Alþingi tók þá lýðræðislegu meirihluta ákvörðun að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið 16. júlí í fyrra sá fólk loksins fyrir endann á þrotlausum hræðsluáróðri og lýðskrumi um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Nú þegar við erum komast á beinu brautina og bíðum þess að aðildarviðræður hefjist hafa nokkrir þingmenn tekið sig saman og ákveðið að kasta reyksprengju í andlitið á þjóðinni með þingsályktunartillögu um að draga umsókn Íslands til baka. Hvað skyldi vaka fyrir fólki sem setur nafn sitt undir slíka pappíra á þingi nú þegar Alþingi hefur aldrei notið minna trausts? Fjórmenningarnir beita fyrir sig þeim rökum að „fagnaðarlæti" hafi vantað á göturnar þegar framkvæmdastjórnin mælti með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Þau rýna í spákúlu og fullyrða að sjálfstæði þjóða í ESB muni minnka og fullveldisafsal aukast á komandi árum og því sé ljóst að ef Ísland gerðist aðildarríki myndi landið ráða litlu sem engu um eigin fjárlagagerð, efnahagsmál og hvað þá önnur málefni. Að lokum vitna ég beint í þingsályktunartillöguna, „Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins." Enn einu sinni stendur fólk, sem vill upplýsta umræðu um Evrópumál og skýrar upplýsingar í aðildarsamningi frammi fyrir því að þurfa að svara fyrir lýðskrum nokkurra einstaklinga sem ekki virðast geta fellt sig við lýðræðislega ákvörðun Alþingis. Til að byrja með er auðvelt að benda þeim Unni, Ásmundi, Gunnari Braga og Birgittu á það að ef eitthvað myndi skaða orðspor landsins í því uppbyggingarferli sem það er þó lagt upp í, væri það að vera fyrsta landið til að draga umsókn sína að ESB til baka áður en aðildarviðræður hæfust. Fordæmi eru fyrir því að aðildarumsóknir hafi verið frystar en aldrei dregnar til baka, áður en þjóðin fær að taka afstöðu til aðildarsamningsins þótt umræða um slíkt hafi t.d. verið til staðar á Möltu. Þjóðir á borð við Noreg og Sviss hafa báðar hafnað aðildarsamningi og hef ég ekki vitneskju um að þær hafi nokkurn tíma skert velvilja annarra þjóða í sinn garð. Það sér allt gagnrýnið fólk að hugmyndir um að draga umsóknina til baka eru langt frá því að vera til sóma nú þegar fólk vinnur að því hörðum höndum að skapa umhverfi og breiðari sátt fyrir upplýsta Evrópuumræðu um allt land þegar aðildarferlið hefst. Að því ferli mun koma fjöldi fólks, bæði með hjálp íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Það er hin eiginlega upplýsingagjöf sem fólk um land allt hefur verið að kalla eftir í mörg ár og þröngir hagsmunahópar innan t.d. stjórnmálaflokka (og þingmenn þeirra) vilja koma í veg fyrir. Ég hvet andstæðinga aðildar til að kynna sér þann stuðning sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir umsóknarlöndum áður en hlaupið er upp til handa og fóta með upphrópunum sem eru landi og þjóð til skammar. Slík orðræða getur verið töff og virkað sterkt á einhverja en er langt frá því að vera sú umræða sem við þurfum að ganga í gegnum núna. Til stuðnings þessu er vert að rýna í nýjasta þjóðarpúls Gallup sem enn einu sinni spyr fólk hvort það sé fylgjandi blindri aðild (án samningaviðræðna) að Evrópusambandinu í stað þess að spyrja hvort fólk sé fylgjandi aðildarumsókn landsins. Útkoman, þar sem 60% segjast andvígir blindri aðild að ESB kemur í raun ekki mikið á óvart þegar litið er til þess að 55% svarenda segjast annaðhvort hafa litla eða enga þekkingu á kostum og göllum aðildar fyrir Ísland. Viljum við í alvöru draga umsóknina til baka þegar þekkingin og vitneskjan er ekki meiri? Það er von mín og trú að fjölmiðlar geti einnig stigið upp úr mykjunni og farið að miðla nýjum og ferskum upplýsingum til landsmanna í stað þess að bjóða upp á upphrópanir þröngra hagsmunahópa hvað eftir annað sem virðast eiga sér þá einu ósk að veikja samningsstöðu Íslands út á við. Tökum okkur saman í andlitinu og gerum þetta í sameiningu í stað þess að líta á aðildarumsókn Íslands sem einhvern kappleik. Setjum svo niðurstöðuna í þjóðaratkvæði þar sem einstaklingarnir kjósa út frá eigin hagsmunum en ekki einhverra annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Alþingi tók þá lýðræðislegu meirihluta ákvörðun að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið 16. júlí í fyrra sá fólk loksins fyrir endann á þrotlausum hræðsluáróðri og lýðskrumi um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Nú þegar við erum komast á beinu brautina og bíðum þess að aðildarviðræður hefjist hafa nokkrir þingmenn tekið sig saman og ákveðið að kasta reyksprengju í andlitið á þjóðinni með þingsályktunartillögu um að draga umsókn Íslands til baka. Hvað skyldi vaka fyrir fólki sem setur nafn sitt undir slíka pappíra á þingi nú þegar Alþingi hefur aldrei notið minna trausts? Fjórmenningarnir beita fyrir sig þeim rökum að „fagnaðarlæti" hafi vantað á göturnar þegar framkvæmdastjórnin mælti með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Þau rýna í spákúlu og fullyrða að sjálfstæði þjóða í ESB muni minnka og fullveldisafsal aukast á komandi árum og því sé ljóst að ef Ísland gerðist aðildarríki myndi landið ráða litlu sem engu um eigin fjárlagagerð, efnahagsmál og hvað þá önnur málefni. Að lokum vitna ég beint í þingsályktunartillöguna, „Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins." Enn einu sinni stendur fólk, sem vill upplýsta umræðu um Evrópumál og skýrar upplýsingar í aðildarsamningi frammi fyrir því að þurfa að svara fyrir lýðskrum nokkurra einstaklinga sem ekki virðast geta fellt sig við lýðræðislega ákvörðun Alþingis. Til að byrja með er auðvelt að benda þeim Unni, Ásmundi, Gunnari Braga og Birgittu á það að ef eitthvað myndi skaða orðspor landsins í því uppbyggingarferli sem það er þó lagt upp í, væri það að vera fyrsta landið til að draga umsókn sína að ESB til baka áður en aðildarviðræður hæfust. Fordæmi eru fyrir því að aðildarumsóknir hafi verið frystar en aldrei dregnar til baka, áður en þjóðin fær að taka afstöðu til aðildarsamningsins þótt umræða um slíkt hafi t.d. verið til staðar á Möltu. Þjóðir á borð við Noreg og Sviss hafa báðar hafnað aðildarsamningi og hef ég ekki vitneskju um að þær hafi nokkurn tíma skert velvilja annarra þjóða í sinn garð. Það sér allt gagnrýnið fólk að hugmyndir um að draga umsóknina til baka eru langt frá því að vera til sóma nú þegar fólk vinnur að því hörðum höndum að skapa umhverfi og breiðari sátt fyrir upplýsta Evrópuumræðu um allt land þegar aðildarferlið hefst. Að því ferli mun koma fjöldi fólks, bæði með hjálp íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Það er hin eiginlega upplýsingagjöf sem fólk um land allt hefur verið að kalla eftir í mörg ár og þröngir hagsmunahópar innan t.d. stjórnmálaflokka (og þingmenn þeirra) vilja koma í veg fyrir. Ég hvet andstæðinga aðildar til að kynna sér þann stuðning sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir umsóknarlöndum áður en hlaupið er upp til handa og fóta með upphrópunum sem eru landi og þjóð til skammar. Slík orðræða getur verið töff og virkað sterkt á einhverja en er langt frá því að vera sú umræða sem við þurfum að ganga í gegnum núna. Til stuðnings þessu er vert að rýna í nýjasta þjóðarpúls Gallup sem enn einu sinni spyr fólk hvort það sé fylgjandi blindri aðild (án samningaviðræðna) að Evrópusambandinu í stað þess að spyrja hvort fólk sé fylgjandi aðildarumsókn landsins. Útkoman, þar sem 60% segjast andvígir blindri aðild að ESB kemur í raun ekki mikið á óvart þegar litið er til þess að 55% svarenda segjast annaðhvort hafa litla eða enga þekkingu á kostum og göllum aðildar fyrir Ísland. Viljum við í alvöru draga umsóknina til baka þegar þekkingin og vitneskjan er ekki meiri? Það er von mín og trú að fjölmiðlar geti einnig stigið upp úr mykjunni og farið að miðla nýjum og ferskum upplýsingum til landsmanna í stað þess að bjóða upp á upphrópanir þröngra hagsmunahópa hvað eftir annað sem virðast eiga sér þá einu ósk að veikja samningsstöðu Íslands út á við. Tökum okkur saman í andlitinu og gerum þetta í sameiningu í stað þess að líta á aðildarumsókn Íslands sem einhvern kappleik. Setjum svo niðurstöðuna í þjóðaratkvæði þar sem einstaklingarnir kjósa út frá eigin hagsmunum en ekki einhverra annarra.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar