Haltur leiðir blindan Tryggvi Haraldsson skrifar 8. júlí 2010 06:00 Þegar Alþingi tók þá lýðræðislegu meirihluta ákvörðun að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið 16. júlí í fyrra sá fólk loksins fyrir endann á þrotlausum hræðsluáróðri og lýðskrumi um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Nú þegar við erum komast á beinu brautina og bíðum þess að aðildarviðræður hefjist hafa nokkrir þingmenn tekið sig saman og ákveðið að kasta reyksprengju í andlitið á þjóðinni með þingsályktunartillögu um að draga umsókn Íslands til baka. Hvað skyldi vaka fyrir fólki sem setur nafn sitt undir slíka pappíra á þingi nú þegar Alþingi hefur aldrei notið minna trausts? Fjórmenningarnir beita fyrir sig þeim rökum að „fagnaðarlæti" hafi vantað á göturnar þegar framkvæmdastjórnin mælti með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Þau rýna í spákúlu og fullyrða að sjálfstæði þjóða í ESB muni minnka og fullveldisafsal aukast á komandi árum og því sé ljóst að ef Ísland gerðist aðildarríki myndi landið ráða litlu sem engu um eigin fjárlagagerð, efnahagsmál og hvað þá önnur málefni. Að lokum vitna ég beint í þingsályktunartillöguna, „Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins." Enn einu sinni stendur fólk, sem vill upplýsta umræðu um Evrópumál og skýrar upplýsingar í aðildarsamningi frammi fyrir því að þurfa að svara fyrir lýðskrum nokkurra einstaklinga sem ekki virðast geta fellt sig við lýðræðislega ákvörðun Alþingis. Til að byrja með er auðvelt að benda þeim Unni, Ásmundi, Gunnari Braga og Birgittu á það að ef eitthvað myndi skaða orðspor landsins í því uppbyggingarferli sem það er þó lagt upp í, væri það að vera fyrsta landið til að draga umsókn sína að ESB til baka áður en aðildarviðræður hæfust. Fordæmi eru fyrir því að aðildarumsóknir hafi verið frystar en aldrei dregnar til baka, áður en þjóðin fær að taka afstöðu til aðildarsamningsins þótt umræða um slíkt hafi t.d. verið til staðar á Möltu. Þjóðir á borð við Noreg og Sviss hafa báðar hafnað aðildarsamningi og hef ég ekki vitneskju um að þær hafi nokkurn tíma skert velvilja annarra þjóða í sinn garð. Það sér allt gagnrýnið fólk að hugmyndir um að draga umsóknina til baka eru langt frá því að vera til sóma nú þegar fólk vinnur að því hörðum höndum að skapa umhverfi og breiðari sátt fyrir upplýsta Evrópuumræðu um allt land þegar aðildarferlið hefst. Að því ferli mun koma fjöldi fólks, bæði með hjálp íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Það er hin eiginlega upplýsingagjöf sem fólk um land allt hefur verið að kalla eftir í mörg ár og þröngir hagsmunahópar innan t.d. stjórnmálaflokka (og þingmenn þeirra) vilja koma í veg fyrir. Ég hvet andstæðinga aðildar til að kynna sér þann stuðning sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir umsóknarlöndum áður en hlaupið er upp til handa og fóta með upphrópunum sem eru landi og þjóð til skammar. Slík orðræða getur verið töff og virkað sterkt á einhverja en er langt frá því að vera sú umræða sem við þurfum að ganga í gegnum núna. Til stuðnings þessu er vert að rýna í nýjasta þjóðarpúls Gallup sem enn einu sinni spyr fólk hvort það sé fylgjandi blindri aðild (án samningaviðræðna) að Evrópusambandinu í stað þess að spyrja hvort fólk sé fylgjandi aðildarumsókn landsins. Útkoman, þar sem 60% segjast andvígir blindri aðild að ESB kemur í raun ekki mikið á óvart þegar litið er til þess að 55% svarenda segjast annaðhvort hafa litla eða enga þekkingu á kostum og göllum aðildar fyrir Ísland. Viljum við í alvöru draga umsóknina til baka þegar þekkingin og vitneskjan er ekki meiri? Það er von mín og trú að fjölmiðlar geti einnig stigið upp úr mykjunni og farið að miðla nýjum og ferskum upplýsingum til landsmanna í stað þess að bjóða upp á upphrópanir þröngra hagsmunahópa hvað eftir annað sem virðast eiga sér þá einu ósk að veikja samningsstöðu Íslands út á við. Tökum okkur saman í andlitinu og gerum þetta í sameiningu í stað þess að líta á aðildarumsókn Íslands sem einhvern kappleik. Setjum svo niðurstöðuna í þjóðaratkvæði þar sem einstaklingarnir kjósa út frá eigin hagsmunum en ekki einhverra annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Alþingi tók þá lýðræðislegu meirihluta ákvörðun að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið 16. júlí í fyrra sá fólk loksins fyrir endann á þrotlausum hræðsluáróðri og lýðskrumi um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Nú þegar við erum komast á beinu brautina og bíðum þess að aðildarviðræður hefjist hafa nokkrir þingmenn tekið sig saman og ákveðið að kasta reyksprengju í andlitið á þjóðinni með þingsályktunartillögu um að draga umsókn Íslands til baka. Hvað skyldi vaka fyrir fólki sem setur nafn sitt undir slíka pappíra á þingi nú þegar Alþingi hefur aldrei notið minna trausts? Fjórmenningarnir beita fyrir sig þeim rökum að „fagnaðarlæti" hafi vantað á göturnar þegar framkvæmdastjórnin mælti með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Þau rýna í spákúlu og fullyrða að sjálfstæði þjóða í ESB muni minnka og fullveldisafsal aukast á komandi árum og því sé ljóst að ef Ísland gerðist aðildarríki myndi landið ráða litlu sem engu um eigin fjárlagagerð, efnahagsmál og hvað þá önnur málefni. Að lokum vitna ég beint í þingsályktunartillöguna, „Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins." Enn einu sinni stendur fólk, sem vill upplýsta umræðu um Evrópumál og skýrar upplýsingar í aðildarsamningi frammi fyrir því að þurfa að svara fyrir lýðskrum nokkurra einstaklinga sem ekki virðast geta fellt sig við lýðræðislega ákvörðun Alþingis. Til að byrja með er auðvelt að benda þeim Unni, Ásmundi, Gunnari Braga og Birgittu á það að ef eitthvað myndi skaða orðspor landsins í því uppbyggingarferli sem það er þó lagt upp í, væri það að vera fyrsta landið til að draga umsókn sína að ESB til baka áður en aðildarviðræður hæfust. Fordæmi eru fyrir því að aðildarumsóknir hafi verið frystar en aldrei dregnar til baka, áður en þjóðin fær að taka afstöðu til aðildarsamningsins þótt umræða um slíkt hafi t.d. verið til staðar á Möltu. Þjóðir á borð við Noreg og Sviss hafa báðar hafnað aðildarsamningi og hef ég ekki vitneskju um að þær hafi nokkurn tíma skert velvilja annarra þjóða í sinn garð. Það sér allt gagnrýnið fólk að hugmyndir um að draga umsóknina til baka eru langt frá því að vera til sóma nú þegar fólk vinnur að því hörðum höndum að skapa umhverfi og breiðari sátt fyrir upplýsta Evrópuumræðu um allt land þegar aðildarferlið hefst. Að því ferli mun koma fjöldi fólks, bæði með hjálp íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Það er hin eiginlega upplýsingagjöf sem fólk um land allt hefur verið að kalla eftir í mörg ár og þröngir hagsmunahópar innan t.d. stjórnmálaflokka (og þingmenn þeirra) vilja koma í veg fyrir. Ég hvet andstæðinga aðildar til að kynna sér þann stuðning sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir umsóknarlöndum áður en hlaupið er upp til handa og fóta með upphrópunum sem eru landi og þjóð til skammar. Slík orðræða getur verið töff og virkað sterkt á einhverja en er langt frá því að vera sú umræða sem við þurfum að ganga í gegnum núna. Til stuðnings þessu er vert að rýna í nýjasta þjóðarpúls Gallup sem enn einu sinni spyr fólk hvort það sé fylgjandi blindri aðild (án samningaviðræðna) að Evrópusambandinu í stað þess að spyrja hvort fólk sé fylgjandi aðildarumsókn landsins. Útkoman, þar sem 60% segjast andvígir blindri aðild að ESB kemur í raun ekki mikið á óvart þegar litið er til þess að 55% svarenda segjast annaðhvort hafa litla eða enga þekkingu á kostum og göllum aðildar fyrir Ísland. Viljum við í alvöru draga umsóknina til baka þegar þekkingin og vitneskjan er ekki meiri? Það er von mín og trú að fjölmiðlar geti einnig stigið upp úr mykjunni og farið að miðla nýjum og ferskum upplýsingum til landsmanna í stað þess að bjóða upp á upphrópanir þröngra hagsmunahópa hvað eftir annað sem virðast eiga sér þá einu ósk að veikja samningsstöðu Íslands út á við. Tökum okkur saman í andlitinu og gerum þetta í sameiningu í stað þess að líta á aðildarumsókn Íslands sem einhvern kappleik. Setjum svo niðurstöðuna í þjóðaratkvæði þar sem einstaklingarnir kjósa út frá eigin hagsmunum en ekki einhverra annarra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun