Dómarar verði hugrakkir og dæmi framámenn í fangelsi 4. maí 2010 19:33 Dómarar verða að hafa hugrekki til að dæma framámenn í íslensku samfélagi í fangelsi fyrir lögbrot, segir William Black, lögfræðingur og fyrrverandi fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum. Dómstólar þurfi að geta horft fram hjá fínu jakkafötunum og átta sig á því að bankamenn geta líka framið glæpi. Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri William Black, lögfræðings og sérfræðings í efnahagsbrotum í Háskóla Íslands í dag. Black segir að bankarnir hafi eyðilagt íslenska hagkerfið. „Íslensku bankarnir, samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis, að minnsta kosti þeim köflum sem ég hef getað lesið á ensku, eru kennslubókardæmi um það sem við köllum bókhaldssvik," segir Black og bætir við að ábyrgð endurskoðenda sé mikil og rannsaka þurfi þeirra þátt sérstaklega. „Þessir bankar störfuðu allan tímann á algerlega stjórnlausan hátt. Það sem þeir gerðu hlaut augljóslega að valda hruni bankanna og endurskoðendum ber skylda til að vera sjálfstæðir gagnvart bankastjórunum og vera fagmannlegir og segja sannleikann án tillits til efnahagslegra aðstæðna þar sem þeir geta grætt á því að leggja blessun sína yfir fáránleg reikningsskil," segir Black. Black hefur átt fundi með forstjóra Fjármálaeftirlitsins og sérstökum saksóknara. Hann segir að það verði að sækja stjórnendur föllnu bankanna til saka. „Það er undir íslensku dómstólunum komið að sýna hvort þeir eru tilbúnir að setja háttsett fólk, að mörgu leyti háttsettasta fólk Íslands, í fangelsi," segir Black. „Ég held að reynt verði að láta fólk svara til saka en spurningin er hvort íslenskir dómarar vilja sjá menn í fínum jakkafötum sem menn sem geta verið glæpamenn og eiga skilið að vera í fangelsi," segir Black aðspurður hvort hann telji að réttlætinu verði framfylgt. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Dómarar verða að hafa hugrekki til að dæma framámenn í íslensku samfélagi í fangelsi fyrir lögbrot, segir William Black, lögfræðingur og fyrrverandi fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum. Dómstólar þurfi að geta horft fram hjá fínu jakkafötunum og átta sig á því að bankamenn geta líka framið glæpi. Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri William Black, lögfræðings og sérfræðings í efnahagsbrotum í Háskóla Íslands í dag. Black segir að bankarnir hafi eyðilagt íslenska hagkerfið. „Íslensku bankarnir, samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis, að minnsta kosti þeim köflum sem ég hef getað lesið á ensku, eru kennslubókardæmi um það sem við köllum bókhaldssvik," segir Black og bætir við að ábyrgð endurskoðenda sé mikil og rannsaka þurfi þeirra þátt sérstaklega. „Þessir bankar störfuðu allan tímann á algerlega stjórnlausan hátt. Það sem þeir gerðu hlaut augljóslega að valda hruni bankanna og endurskoðendum ber skylda til að vera sjálfstæðir gagnvart bankastjórunum og vera fagmannlegir og segja sannleikann án tillits til efnahagslegra aðstæðna þar sem þeir geta grætt á því að leggja blessun sína yfir fáránleg reikningsskil," segir Black. Black hefur átt fundi með forstjóra Fjármálaeftirlitsins og sérstökum saksóknara. Hann segir að það verði að sækja stjórnendur föllnu bankanna til saka. „Það er undir íslensku dómstólunum komið að sýna hvort þeir eru tilbúnir að setja háttsett fólk, að mörgu leyti háttsettasta fólk Íslands, í fangelsi," segir Black. „Ég held að reynt verði að láta fólk svara til saka en spurningin er hvort íslenskir dómarar vilja sjá menn í fínum jakkafötum sem menn sem geta verið glæpamenn og eiga skilið að vera í fangelsi," segir Black aðspurður hvort hann telji að réttlætinu verði framfylgt.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira