Fótbolti

Skylda að syngja þjóðsönginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Blanc er harður í horn að taka.
Blanc er harður í horn að taka.

Nýir siðir fylgja nýjum mönnum. Það á svo sannarlega við í tilviki hins nýja landsliðsþjálfara Frakklands, Laurent Blanc.

Blanc hefur skipað leikmönnum franska landsliðsins að taka hraustlega undir þegar þjóðsöngur Frakka er spilaður fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum í kvöld.

Þeir eru venjulega mjög fáir leikmenn franska liðsins sem taka undir í söngnum og því vill Blanc breyta eins og mörgu öðru hjá landsliðinu.

Hann vill keyra upp þjóðarstoltið hjá leikmönnum og hann vill að þjóðin verði aftur stolt af landsliðinu sem varð sér til skammar á HM í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×