Enski boltinn

Malouda: Við verðum meistarar

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Chelsea getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri gegn Wigan í dag. Vængmaður Chelsea, Florent Malouda, hefur sagt að það yrðu mestu vonbrigði á hans ferli ef fari svo að þeim mistakist að klára dæmið og vinna deildina.

„Það hugsar enginn hér um neitt annað en sigur. Allt annað væri mikil vonbrigði," sagði Malouda við Daily Mirror.

„Fyrir mig persónulega væri þetta mestu vonbrigði ferilsins ef þetta endar ílla. En hér á heimavelli með okkar stuðningsmenn trúum við því að þetta sé hægt," bætti Malouda við.

„Ef þú skoðar tölfræðina yfir tímabilið þá sjá allir að við eigum þennan titil skilið en við vitum líka að við þurfum að sigra Wigan til að sanna árangur okkar. Við gleymum öllu stressi, notum hausinn og verðum yfirvegaðir. Ég er fullviss um að við verðum meistarar," sagði Malouda ákveðinn að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×