Hjónavígslum fækkar 1. júní 2010 09:40 Nær 83% allra hjónaefna bjuggu saman áður en þau festu ráð sitt. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Talsvert færri gengu í hjónaband hér á landi í fyrra en nokkur undanfarin ár. Kirkjulegum hjónavígslum fækkar en borgaralegar hjónavígslur standa í stað. Skilnaðartíðni hefur lítið breyst hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en 36% hjónabanda enda með skilnaði. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar gengu 1.480 pör í hjónaband á Íslandi árið 2009. Er það talsverð fækkun miðað við fyrri ár. Árið 2008 gengu 1.704 pör í hjónaband og 1.797 árið 2007. Aldrei hafa fleiri gengið í hjónaband hér á landi en árið 2007.Kirkjulegum hjónavígslum fækkar Fækkun hjónavígslna er eingöngu bundin kirkjulegum vígslum, en þeim fækkaði um 243 frá 2008 til 2009. Borgarlegar vígslur hafa hins vegar aðeins einu sinni verið fleiri á einu ári. Þær voru 352 árið 2009, einni færri en árið 2007 þegar þær voru flestar. Í fyrra staðfestu 20 pör samvist sína, 10 pör karla og 10 pör kvenna. 1.735 pör skráðu sig í óvígða sambúð, þar af 1.717 af gagnstæðu kyni og 18 af sama kyni (fimm pör karla og 13 pör kvenna). Lögskilnaðir voru 550 á árinu og níu pör í staðfestri samvist skildu að lögum. 715 pör skráðu sig úr sambúð, þar af 703 af gagnstæðu kyni og 12 af sama kyni. Langflest hjónabönd eiga sér stað að undangenginni óvígðri sambúð, en nær 83% allra hjónaefna bjuggu saman áður en þau festu ráð sitt. Árið 2009 skráðu 1.717 pör af gagnstæðu kyni sig í óvígða sambúð hjá Þjóðskrá. Þetta samsvarar 5,4 af hverjum 1.000 íbúum. Nýskráningar sambúðar reiknast því vera heldur fleiri en hjónavígslur sem voru 4,6 af hverjum 1.000 íbúum árið 2009. Einstaklingar eru talsvert yngri við stofnun sambúðar en hjúskapar. Meðalaldur karla við stofnun sambúðar var 29,5 ár en kvenna 27,3 ár. Meðalgiftingaraldur áður ókvæntra karla var hins vegar 34,5 ár og kvenna 31,8 ár árið 2009.36% hjónabanda enda með skilnaði Árið 2009 urðu 550 lögskilnaðir, en það jafngildir 1,7 lögskilnaði á hverja 1.000 íbúa. Skilnaðartíðnin hefur lítið breyst undanfarinn aldarfjórðung. Erfitt er að leggja mat á hlutfall hjónabanda sem enda með skilnaði, enda er aðeins vitað um skilnaði sem þegar hafa orðið. Með því að skoða uppsafnað skilnaðarhlutfall eftir lengd hjónabands á viðmiðunarárinu má þó áætla að tæplega 36% hjónabanda á Íslandi endi með skilnaði.Sambúð varir skemur en hjónaband Árið 2009 slitu 703 pör sambúð samkvæmt bráðabirgðatölum. Í meira en helmingi tilvika (51,5%) hafði sambúð staðið skemur en þrjú ár þegar henni var slitið. Sambúð varir talsvert skemur en hjónaband en 12,9% hjónabanda höfðu staðið skemur en þrjú ár þegar lögskilnaður fór fram. Hjónabönd sem enduðu með lögskilnaði árið 2009 höfðu að meðaltali enst í 13,3 ár. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Talsvert færri gengu í hjónaband hér á landi í fyrra en nokkur undanfarin ár. Kirkjulegum hjónavígslum fækkar en borgaralegar hjónavígslur standa í stað. Skilnaðartíðni hefur lítið breyst hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en 36% hjónabanda enda með skilnaði. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar gengu 1.480 pör í hjónaband á Íslandi árið 2009. Er það talsverð fækkun miðað við fyrri ár. Árið 2008 gengu 1.704 pör í hjónaband og 1.797 árið 2007. Aldrei hafa fleiri gengið í hjónaband hér á landi en árið 2007.Kirkjulegum hjónavígslum fækkar Fækkun hjónavígslna er eingöngu bundin kirkjulegum vígslum, en þeim fækkaði um 243 frá 2008 til 2009. Borgarlegar vígslur hafa hins vegar aðeins einu sinni verið fleiri á einu ári. Þær voru 352 árið 2009, einni færri en árið 2007 þegar þær voru flestar. Í fyrra staðfestu 20 pör samvist sína, 10 pör karla og 10 pör kvenna. 1.735 pör skráðu sig í óvígða sambúð, þar af 1.717 af gagnstæðu kyni og 18 af sama kyni (fimm pör karla og 13 pör kvenna). Lögskilnaðir voru 550 á árinu og níu pör í staðfestri samvist skildu að lögum. 715 pör skráðu sig úr sambúð, þar af 703 af gagnstæðu kyni og 12 af sama kyni. Langflest hjónabönd eiga sér stað að undangenginni óvígðri sambúð, en nær 83% allra hjónaefna bjuggu saman áður en þau festu ráð sitt. Árið 2009 skráðu 1.717 pör af gagnstæðu kyni sig í óvígða sambúð hjá Þjóðskrá. Þetta samsvarar 5,4 af hverjum 1.000 íbúum. Nýskráningar sambúðar reiknast því vera heldur fleiri en hjónavígslur sem voru 4,6 af hverjum 1.000 íbúum árið 2009. Einstaklingar eru talsvert yngri við stofnun sambúðar en hjúskapar. Meðalaldur karla við stofnun sambúðar var 29,5 ár en kvenna 27,3 ár. Meðalgiftingaraldur áður ókvæntra karla var hins vegar 34,5 ár og kvenna 31,8 ár árið 2009.36% hjónabanda enda með skilnaði Árið 2009 urðu 550 lögskilnaðir, en það jafngildir 1,7 lögskilnaði á hverja 1.000 íbúa. Skilnaðartíðnin hefur lítið breyst undanfarinn aldarfjórðung. Erfitt er að leggja mat á hlutfall hjónabanda sem enda með skilnaði, enda er aðeins vitað um skilnaði sem þegar hafa orðið. Með því að skoða uppsafnað skilnaðarhlutfall eftir lengd hjónabands á viðmiðunarárinu má þó áætla að tæplega 36% hjónabanda á Íslandi endi með skilnaði.Sambúð varir skemur en hjónaband Árið 2009 slitu 703 pör sambúð samkvæmt bráðabirgðatölum. Í meira en helmingi tilvika (51,5%) hafði sambúð staðið skemur en þrjú ár þegar henni var slitið. Sambúð varir talsvert skemur en hjónaband en 12,9% hjónabanda höfðu staðið skemur en þrjú ár þegar lögskilnaður fór fram. Hjónabönd sem enduðu með lögskilnaði árið 2009 höfðu að meðaltali enst í 13,3 ár.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira