Hvað er eiginlega The Wire? 1. júní 2010 04:00 The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir. Á myndinni er Omar, eins konar Hrói höttur fátækrahverfanna sem rænir eiturlyfjasala og deilir auðinum. Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega? The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir sem gerast í Baltimore í Maryland og fjalla á raunsæjan hátt um hina ýmsu þætti samfélagsgerðarinnar þar í borg. Þeir voru frumsýndir árið 2002 og luku göngu sinni 2008 eftir að sextíu þættir höfðu verið framleiddir í alls fimm þáttaröðum. Hér heima voru þeir sýndir á Stöð 2. The Wire er hugarfóstur Davids Simon sem starfaði sem blaðamaður hjá The Baltimore Sun á árunum 1982 til 1995. Þar skrifaði hann um glæpi og varð sér úti um mikla þekkingu á þessum málaflokki. Árið 1991 skrifaði hann bókina Homicide: A Year on the Killing Street sem fjallaði um morðdeild lögreglunnar í Baltimore. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og í kjölfarið var framleidd sjónvarpsþáttaröðin Homicide: Life on the Street sem var byggð á henni. Simon var einn af handritshöfundum seríunnar og árið 1995 hætti hann störfum á dagblaðinu til að einbeita sér að skrifunum. Þáttaröðin gekk í sex ár við góðar undirtektir, eða til ársins 1999.Blaðamaðurinn David Simon skrifaði The Wire.Næst á dagskrá hjá Simon var önnur þáttaröð, The Corner, sem var byggð á samnefndri bók hans um fátæka fjölskyldu í Baltimore og kynni hennar af fíkniefnaheiminum. Sex þættir voru teknir upp og voru þeir sýndir árið 2000. Eftir það var röðin komin að The Wire. Hver þáttaröð samanstóð af einni hlið Baltimore-borgar. Tekin voru fyrir fíkniefnaviðskipti, flutningsleið fíkniefnanna, stjórnsýsla borgarinnar í sinni spilltustu mynd, skólakerfið og prentmiðlarnir. Þrátt fyrir að The Wire hafi verið lýst sem glæpaþáttum eru þeir að mati Davids Simon í raun og veru um hefðbundna bandaríska stórborg, samskipti fólksins og það hvernig hinar ýmsu stofnanir hafa áhrif á einstaklingana. Þrátt fyrir að þættirnir hafi aldrei hlotið nein stór verðlaun eða notið útbreiddrar hylli telja sumir gagnrýnendur að þeir séu þeir vönduðustu sem hafa nokkru sinni verið framleiddir. freyr@frettabladid.is Tengdar fréttir Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34 Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56 Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57 Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32 The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega? The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir sem gerast í Baltimore í Maryland og fjalla á raunsæjan hátt um hina ýmsu þætti samfélagsgerðarinnar þar í borg. Þeir voru frumsýndir árið 2002 og luku göngu sinni 2008 eftir að sextíu þættir höfðu verið framleiddir í alls fimm þáttaröðum. Hér heima voru þeir sýndir á Stöð 2. The Wire er hugarfóstur Davids Simon sem starfaði sem blaðamaður hjá The Baltimore Sun á árunum 1982 til 1995. Þar skrifaði hann um glæpi og varð sér úti um mikla þekkingu á þessum málaflokki. Árið 1991 skrifaði hann bókina Homicide: A Year on the Killing Street sem fjallaði um morðdeild lögreglunnar í Baltimore. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og í kjölfarið var framleidd sjónvarpsþáttaröðin Homicide: Life on the Street sem var byggð á henni. Simon var einn af handritshöfundum seríunnar og árið 1995 hætti hann störfum á dagblaðinu til að einbeita sér að skrifunum. Þáttaröðin gekk í sex ár við góðar undirtektir, eða til ársins 1999.Blaðamaðurinn David Simon skrifaði The Wire.Næst á dagskrá hjá Simon var önnur þáttaröð, The Corner, sem var byggð á samnefndri bók hans um fátæka fjölskyldu í Baltimore og kynni hennar af fíkniefnaheiminum. Sex þættir voru teknir upp og voru þeir sýndir árið 2000. Eftir það var röðin komin að The Wire. Hver þáttaröð samanstóð af einni hlið Baltimore-borgar. Tekin voru fyrir fíkniefnaviðskipti, flutningsleið fíkniefnanna, stjórnsýsla borgarinnar í sinni spilltustu mynd, skólakerfið og prentmiðlarnir. Þrátt fyrir að The Wire hafi verið lýst sem glæpaþáttum eru þeir að mati Davids Simon í raun og veru um hefðbundna bandaríska stórborg, samskipti fólksins og það hvernig hinar ýmsu stofnanir hafa áhrif á einstaklingana. Þrátt fyrir að þættirnir hafi aldrei hlotið nein stór verðlaun eða notið útbreiddrar hylli telja sumir gagnrýnendur að þeir séu þeir vönduðustu sem hafa nokkru sinni verið framleiddir. freyr@frettabladid.is
Tengdar fréttir Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34 Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56 Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57 Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32 The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34
Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56
Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57
Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32
The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“