Hvað er eiginlega The Wire? 1. júní 2010 04:00 The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir. Á myndinni er Omar, eins konar Hrói höttur fátækrahverfanna sem rænir eiturlyfjasala og deilir auðinum. Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega? The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir sem gerast í Baltimore í Maryland og fjalla á raunsæjan hátt um hina ýmsu þætti samfélagsgerðarinnar þar í borg. Þeir voru frumsýndir árið 2002 og luku göngu sinni 2008 eftir að sextíu þættir höfðu verið framleiddir í alls fimm þáttaröðum. Hér heima voru þeir sýndir á Stöð 2. The Wire er hugarfóstur Davids Simon sem starfaði sem blaðamaður hjá The Baltimore Sun á árunum 1982 til 1995. Þar skrifaði hann um glæpi og varð sér úti um mikla þekkingu á þessum málaflokki. Árið 1991 skrifaði hann bókina Homicide: A Year on the Killing Street sem fjallaði um morðdeild lögreglunnar í Baltimore. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og í kjölfarið var framleidd sjónvarpsþáttaröðin Homicide: Life on the Street sem var byggð á henni. Simon var einn af handritshöfundum seríunnar og árið 1995 hætti hann störfum á dagblaðinu til að einbeita sér að skrifunum. Þáttaröðin gekk í sex ár við góðar undirtektir, eða til ársins 1999.Blaðamaðurinn David Simon skrifaði The Wire.Næst á dagskrá hjá Simon var önnur þáttaröð, The Corner, sem var byggð á samnefndri bók hans um fátæka fjölskyldu í Baltimore og kynni hennar af fíkniefnaheiminum. Sex þættir voru teknir upp og voru þeir sýndir árið 2000. Eftir það var röðin komin að The Wire. Hver þáttaröð samanstóð af einni hlið Baltimore-borgar. Tekin voru fyrir fíkniefnaviðskipti, flutningsleið fíkniefnanna, stjórnsýsla borgarinnar í sinni spilltustu mynd, skólakerfið og prentmiðlarnir. Þrátt fyrir að The Wire hafi verið lýst sem glæpaþáttum eru þeir að mati Davids Simon í raun og veru um hefðbundna bandaríska stórborg, samskipti fólksins og það hvernig hinar ýmsu stofnanir hafa áhrif á einstaklingana. Þrátt fyrir að þættirnir hafi aldrei hlotið nein stór verðlaun eða notið útbreiddrar hylli telja sumir gagnrýnendur að þeir séu þeir vönduðustu sem hafa nokkru sinni verið framleiddir. freyr@frettabladid.is Tengdar fréttir Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34 Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56 Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57 Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32 The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega? The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir sem gerast í Baltimore í Maryland og fjalla á raunsæjan hátt um hina ýmsu þætti samfélagsgerðarinnar þar í borg. Þeir voru frumsýndir árið 2002 og luku göngu sinni 2008 eftir að sextíu þættir höfðu verið framleiddir í alls fimm þáttaröðum. Hér heima voru þeir sýndir á Stöð 2. The Wire er hugarfóstur Davids Simon sem starfaði sem blaðamaður hjá The Baltimore Sun á árunum 1982 til 1995. Þar skrifaði hann um glæpi og varð sér úti um mikla þekkingu á þessum málaflokki. Árið 1991 skrifaði hann bókina Homicide: A Year on the Killing Street sem fjallaði um morðdeild lögreglunnar í Baltimore. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og í kjölfarið var framleidd sjónvarpsþáttaröðin Homicide: Life on the Street sem var byggð á henni. Simon var einn af handritshöfundum seríunnar og árið 1995 hætti hann störfum á dagblaðinu til að einbeita sér að skrifunum. Þáttaröðin gekk í sex ár við góðar undirtektir, eða til ársins 1999.Blaðamaðurinn David Simon skrifaði The Wire.Næst á dagskrá hjá Simon var önnur þáttaröð, The Corner, sem var byggð á samnefndri bók hans um fátæka fjölskyldu í Baltimore og kynni hennar af fíkniefnaheiminum. Sex þættir voru teknir upp og voru þeir sýndir árið 2000. Eftir það var röðin komin að The Wire. Hver þáttaröð samanstóð af einni hlið Baltimore-borgar. Tekin voru fyrir fíkniefnaviðskipti, flutningsleið fíkniefnanna, stjórnsýsla borgarinnar í sinni spilltustu mynd, skólakerfið og prentmiðlarnir. Þrátt fyrir að The Wire hafi verið lýst sem glæpaþáttum eru þeir að mati Davids Simon í raun og veru um hefðbundna bandaríska stórborg, samskipti fólksins og það hvernig hinar ýmsu stofnanir hafa áhrif á einstaklingana. Þrátt fyrir að þættirnir hafi aldrei hlotið nein stór verðlaun eða notið útbreiddrar hylli telja sumir gagnrýnendur að þeir séu þeir vönduðustu sem hafa nokkru sinni verið framleiddir. freyr@frettabladid.is
Tengdar fréttir Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34 Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56 Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57 Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32 The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34
Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56
Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57
Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32
The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18