Enski boltinn

John Terry: Við eigum þetta skilið

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

John Terry, fyrirliði Chelsea, gat loks fagnað Englandsmeistaratitlinum eftir þriggja ára bið en liðið gulltryggði titilinn í dag eftir að hafa gengið frá Wigan 8-0 á heimavelli.

„Þetta snýst allt um Chelsea félagið og þetta er okkar dagur í dag. Þetta eru búin að vera erfið þrjú ár að bíða eftir titlinum en við stöndum uppi sem meistarar í dag og eigum það skilið," sagði Terry ánægður í leikslok.

Terry segir að biðin hafi verið löng og það hafi reynst honum erfitt að horfa á eftir titlinum til United en loks sé komið að því að þeir horfi á þá lyfta bikarnum eftirsótta.

„Þetta er búið að lifa innra með mér í þrjú ár og erfitt að sjá Manchester United lyfta bikarnum ár eftir ár. Við höfum allir sem einn þurfta að sitja og horfa á þetta en nú er komið að þeim að horfa á okkur lyfta bikarnum," bætti Terry við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×